Svæði Vísindagarða nær fullþróað

Fremst á myndinni eru Askja og Norræna húsið. Þar fyrir …
Fremst á myndinni eru Askja og Norræna húsið. Þar fyrir aftan standa Gróska og hús Alvotech, en Viska mun rísa á milli þeirra. Djúptæknikjarninn rís síðan á reitnum aftan við Grósku. Svæðið hefur breyst jafnt og þétt á undanförnum tveimur áratugum og þykir hafa heppnast vel.

Í apríl undirrituðu Vísindagarðar, Háskóli Íslands, Reykjavíkurborg og Gróska viljayfirlýsingu um að reisa nýjar byggingar á lóðum B og E á svæði Vísindagarða í Vatnsmýrinni, við Ingunnargötu á milli Grósku og byggingar Alvotech. Starfsemin mun byggjast á fyrirmynd og hugmyndafræði Grósku hugmyndahúss og Vísindagarða HÍ og hefur verkefnið fengið vinnuheitið Viska. Í samræmi við hlutverk og stefnu Vísindagarða er ætlunin að starfsemin sem þar verður til húsa verði á sviði orku-, umhverfis- og sjálfbærnimála.

Þórey Einarsdóttir.
Þórey Einarsdóttir. Hakon Bjornsson

Þá verður skipulögð samkeppni um hönnun byggingarinnar í samstarfi við Vísindagarða, Grósku ehf. og Arkitektafélags Íslands. „Niðurstöður samkeppninnar verða síðan grundvöllur fyrir tillögu að nýju deiliskipulagi fyrir lóðirnar en Gróska ehf. og Vísindagarðar Háskóla Íslands munu sameiginlega vinna að því að finna kjölfestuleigutaka í húsinu,“ segir Þórey Einarsdóttir. „Markmiðið er að finna leigutaka sem hefur sterkar alþjóðlegar tengingar og gagnast bæði viðkomandi fyrirtæki og Háskóla Íslands, með það í huga að staðsetning fyrirtækisins á Vísindagörðum hafi gagn fyrir Háskólann.“

Djúptæknikjarni á lóð J

Þórey er aðstoðarframkvæmdastjóri Vísindagarða en líkt og lesendur þekkja hefur þar átt sér stað mikil uppbygging á undanförnum áratugum, m.a. með það að markmiði að styrkja tengsl atvinnulífs og fræðasamfélags, hlúa að nýsköpun og efla grunnrannsóknir.

Að sögn Þóreyjar eru fleiri verkefni þegar á teikniborðinu, þar á meðal Djúptæknikjarninn sem verður á lóð J, við Bjargargötu 3.

Lestu ítarlegri umfjöllun í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka