35 fyrirtæki virk í fyrra en gjaldþrota í apríl

Flestar nýskráningar voru í byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð.
Flestar nýskráningar voru í byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð. mbl.is/Kristinn Magnússon

Af 145 fyrirtækjum, sem skráð voru í fyrirtækjaskrá Skattsins og voru tekin til gjaldþrotaskipta í apríl 2023, voru 35 með virkni á fyrra ári.

Þar af voru ellefu í byggingarstarfsemi, þrjú í heild- og smásöluverslun, sex í einkennandi greinum ferðaþjónustu og fimmtán gjaldþrot voru í öðrum atvinnugreinum, að því er fram kemur á vef Hagstofu Íslands. 

Þá kemur fram að nýskráningar einkahlutafélaga í apríl 2023 hafi 241 eða 1% færri en í apríl árið á undan.

Flestar nýskráningar voru í byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð eða 49 og fjölgaði þeim um 13 frá apríl 2022 þegar þær voru 36. Nýskráningum í sérfræðilegri, vísindalegri og tæknilegri starfsemi fækkaði úr 28 í 13 frá apríl í fyrra, að því er Hagstofan greinir frá. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK