Arion banki gefur út bók um lífeyrismál

Hjörleifur Arnar Waagfjörð, formaður ritnefndar nýrrar bókar um lífeyrismál, og …
Hjörleifur Arnar Waagfjörð, formaður ritnefndar nýrrar bókar um lífeyrismál, og Guðný Helga Lárusdóttir, ritstjóri bókarinnar. Eggert Jóhannesson

Arion banki gaf nýverið út bók um lífeyrismál, en um er að ræða yfir 200 blaðsíðna rit þar sem snert er á flestu sem tengist starfsemi lífeyrissjóða. Margir komu að gerð bókarinnar, meðal annars starfsfólk Arion banka, stjórnendur úr lífeyrissjóðageiranum og aðrir fagaðilar.

Heildstætt rit

Í ritnefndinni sitja þau Guðný Helga Lárusdóttir, sérfræðingur í rekstri lífeyrissjóða og verðbréfa hjá Arion banka og ritstjóri bókarinnar, Hjörleifur Arnar Waagfjörð, forstöðumaður eignastýringar fagfjárfesta hjá Arion banka og formaður ritnefndar, Jóhann Möller, framkvæmdastjóri markaða hjá Arion banka og Sigrún Hauksdóttir, forstöðumaður reksturs lífeyrissjóða og verðbréfa hjá Arion banka.

Guðný Helga segir að markmiðið hafi verið að safna saman þekkingu tengdri starfsemi lífeyrissjóða sem býr innan bankans í eitt heildstætt rit sem nýst gæti stjórnarfólki og stjórnendum lífeyrissjóða í starfi sínu.

Lestu meira um málið í ViðskiptaMogganum í dag.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK