Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands kynnir í dag vaxtaákvörðun sína.
Fyrr í morgun kom fram að nefndin hefði ákveðið að hækka stýrivexti um 1,25 prósentustig.
Verður kynningarfundur haldinn klukkan 9.30 vegna yfirlýsingar nefndarinnar, útgáfu Peningamála og vaxtaákvörðunar.
Þar munu Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri, Rannveig Sigurðardóttir, varaseðlabankastjóri peningastefnu og Þórarinn G. Pétursson, kynna yfirlýsinguna, efni Peningamála og svara spurningum.
Hægt verður að fylgjast með fundinum í beinu streymi hér fyrir neðan: