Borgin fær langhæstu gjöldin

Háskóli Íslands er ein þeirra ríkisstofnana sem greiða fasteignagjöld til …
Háskóli Íslands er ein þeirra ríkisstofnana sem greiða fasteignagjöld til Reykjavíkurborgar.

Reykjavíkurborg fær um 3,2 milljarða króna í fasteignagjöld frá ríkinu vegna ársins 2022, sem er um 7,5% allra fasteignagjalda borgarinnar.

Þetta er mun hærri upphæð en til dæmis Kópavogur og Hafnarfjörður fá, svo horft sé til samanburðar á þessum þremur stærstu sveitarfélögum landsins. Kópavogur fær tæpar 500 milljónir króna og Hafnarfjörður um 450 milljónir.

Þá fær Reykjavík einnig langhæstu greiðslurnar frá ríkinu vegna fasteignagjalda þegar þeim er deilt niður á fjölda íbúa.

Þannig fær borgin rúmar 23 þúsund krónur frá ríkinu á hvern íbúa á meðan Kópavogur fær rúmar 14 þúsund krónur og Hafnarfjörður rúmar 15 þúsund krónur.

Lestu meira um málið í ViðskiptaMogganum í dag.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK