Sækja fram á evrumarkaði þótt dýrt sé

Erlend fjármögnun íslensku bankanna hefur reynst erfið á undanförnum misserum. …
Erlend fjármögnun íslensku bankanna hefur reynst erfið á undanförnum misserum. Á meðan Ísland flokkast sem lítið land þegar horft er til seljanleika skuldabréfa hefur lánshæfismat landsins einnig haft nokkur áhrif á kjör. Ljósmynd/Colourbox

Íslenskum bönkum hefur reynst meira krefjandi en alla jafna að sækja erlenda fjármögnun við þær aðstæður sem uppi hafa verið á skuldabréfamörkuðum ytra undanfarin misseri, en langtímaskuldafjármögnun íslenskra banka er nánast öll erlend. Smæð bankanna í alþjóðlegum samanburði hefur mikil áhrif á seljanleika bréfa þeirra – og þar með eftirspurn og kjör. Bankarnir eru þó ekki af baki dottnir í þessum efnum og hafa þeir undanfarið ráðist í útgáfur bæði á Norðurlanda- og evrumarkaði.

Skárri kjör en minna magn

Íslandsbanki er á meðal þeirra sem sótt hafa inn á Evrópumarkað þrátt fyrir aðstæður, er bankinn gaf á dögunum út almenn skuldabréf að fjárhæð 300 milljónir evra til þriggja ára á 7,375% föstum vöxtum, en það jafngilti 421 punkts álagi yfir millibankavöxtum í evrum. Í heild bárust tilboð frá 116 fjárfestum fyrir tæpar 800 milljónir evra eða sem nemur rúmlega tvöfaldri umframeftirspurn. Þá gaf Arion banki einnig út almenn skuldabréf fyrir 300 milljónir evra til þriggja ára. Bréfin bera 7,25% fasta vexti sem jafngilda 407 punkta álagi yfir millibankavöxtum í evrum. Fyrr á þessu ári höfðu Kvika og Landsbankinn einnig sótt sér fjármagn með skuldabréfaútgáfu.

Jón Guðni Ómarsson fjármálastjóri Íslandsbanka.
Jón Guðni Ómarsson fjármálastjóri Íslandsbanka.

Jón Guðni Ómarsson fjármálastjóri Íslandsbanka ræddi við ViðskiptaMoggann um stöðuna á markaðinum. Hann segir að skuldabréfaútboð í evrum hafi áður verið fyrirhugað undir lok síðasta árs, en evrumarkaðurinn hafi að lokum ekki þótt nægilega góður á þeim tíma og leiddi það til þess að ákveðið var að sækja þess í stað fjármagn á Norðurlandamarkað.

Lestu ítarlegri umfjöllun í ViðskiptaMogganum í dag.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK