Vinnumarkaðurinn neitar að taka ábyrgð

Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri mbl.is/Kristinn Magnússon

Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir að ekki hafi tekist að ná þjóðarsátt til að ná verðbólgu í landinu niður og vísar hann þá m.a. til launahækkana og kjaraviðræðna síðasta misseri. Ef vinnumarkaðurinn neitar að taka ábyrgð þá þarf að beita stýrivaxtatækinu fastar en ella.

Þetta kom fram á kynningarfundi Seðlabanka Íslands fyrr í dag en peningastefnunefnd SÍ tilkynnti í morgun að stýrivextir yrðu hækkaðir um 1,25 prósentur.

Þetta var þrettánda stýrivaxtahækkunin í röð og jafnframt meiri hækkun en spáð var fyrir. Eru meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, nú 8,75%.

Að sögn Ásgeirs fellur meiri ábyrgð á Seðlabankann, sem þarf að beita stýrivaxtatækinu fastar en ella, ef „vinnumarkaðurinn neitar að taka ábyrgð“.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK