Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir að ekki hafi tekist að ná þjóðarsátt til að ná verðbólgu í landinu niður og vísar hann þá m.a. til launahækkana og kjaraviðræðna síðasta misseri. Ef vinnumarkaðurinn neitar að taka ábyrgð þá þarf að beita stýrivaxtatækinu fastar en ella.
Þetta kom fram á kynningarfundi Seðlabanka Íslands fyrr í dag en peningastefnunefnd SÍ tilkynnti í morgun að stýrivextir yrðu hækkaðir um 1,25 prósentur.
Þetta var þrettánda stýrivaxtahækkunin í röð og jafnframt meiri hækkun en spáð var fyrir. Eru meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, nú 8,75%.
Að sögn Ásgeirs fellur meiri ábyrgð á Seðlabankann, sem þarf að beita stýrivaxtatækinu fastar en ella, ef „vinnumarkaðurinn neitar að taka ábyrgð“.