Samþykkja yfirtöku á Credit Suisse

Framkvæmdastjórn ESB hefur nú úrskurðað að samruni bankanna tveggja dragi …
Framkvæmdastjórn ESB hefur nú úrskurðað að samruni bankanna tveggja dragi ekki úr samkeppni á mörkuðum evrópska efnahagssvæðisins. AFP

Fram­kvæmda­stjórn Evr­ópu­sam­bands­ins samþykkti kaup sviss­neska bank­ans UBS á Cred­it Suis­se í dag.

UBS ákvað í mars að kaupa Cred­it Suis­se á rúm­lega þrjá millj­arða Banda­ríkja­dala, eða rúm­lega 420 millj­arða króna.

Cred­it Suis­se hef­ur verið sagður á barmi gjaldþrots og krafðist UBS því mik­ils af­slátt­ar af kaup­verðinu. Báðir bank­arn­ir eru frá Sviss en sviss­neska ríkið hef­ur ábyrgst skuld­ir Cred­it Suis­se að ákveðnu marki til þess að lág­marka áhættu UBS. Þar að auki hljóta báðir bank­ar lána­fyr­ir­greiðslur upp á 110 millj­arða Banda­ríkja­dala.

Fram­kvæmda­stjórn ESB hef­ur nú úr­sk­urðað að samrun­inn dragi ekki úr sam­keppni á mörkuðum þar sem starf­semi bank­anna skar­ast á evr­ópska efna­hags­svæðinu.

Alain Ber­set, for­seti Sviss, hef­ur einnig lagt áherslu á mik­il­vægi þess­ar­ar yf­ir­töku fyr­ir sviss­neskt efna­hags­kerfi í heild.

Cred­it Suis­se er einn af þeim 30 bönk­um sem hafa verið flokkaðir sem „kerf­is­lega mik­il­væg­ir“ en margt bend­ir til þess að fjár­fest­ar hafi lengi vitað að hann væri veik­ur hlekk­ur í þeirri keðju.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK