Vinna að því að lækka skuldir Marel

Árni Oddur Þórðarson segir að Marel vinni að því að lækka skuldahlutföll sín í kjölfar þess að fyrirtækið keypti framleiðslufyrirtækið Wenger á 70 milljarða króna á síðasta ári. Hann segir að Marel sé vel í stakk búið til þess en hann er gestur Dagmála.

„Okkar markmið er að vaxtaberandi skuldir okkar nemi tvisvar til þrisvar sinnum EBITA rekstrarhagnaði. Okkur finnst það mjög góð mælistika. Af hverju segjum við að kjörstaðan sé í kringum 2,5 þegar margir aðrir segja að kjörstaðan sé 2 eða aðeins lægra hjá framleiðslufyrirtækjum. Ástæðan eru stöðugu tekjurnar okkar sem eru komnar yfir 40%. Áhættustigið þar er miklu, miklu minna og koma inn í góðum tíma og vondum tíma. Í dag er skuldahlutfallið 3,5 eins og við birtum það gagnvart hluthöfum. Við hins vegar, ólíkt öðrum félögum, þá aðlögum við ekki okkar rekstur fyrir svokölluðum einskiptiskostnaði. Við gerum það hins vegar gagnvart bönkunum þannig að skuldahlutfallið er 3,3.“

Hann segir auk þess að sjóðstreymi fyrirtækisins sé eftirtektarvert og að það gefi ákveðið fyrirheit um það hversu hratt sé hægt að keyra skuldirnar niður.

Sjóðstreymið er sterkt

„Við höfum frábært sjóðstreymismódel í Marel. Stóru verkefnin sem kom minna af á fyrsta ársfjórðungi. Viðskiptavinirnir fjármagna þau. Þeir borga inn á þau plús bankaábyrgð þannig að ef þeir fara á hausinn þá borgar bankinn. Svo borgar viðskiptavinurinn „as it goes.“ Svo er kerfið okkar stöðluð vara og varahlutir sem við keyrum hraðar og hraðar og hraðar. Sem ekki var hægt í covid því íhlutir og varahlutir voru ekki fáanlegir. Nú er komið normal ástand í virðiskeðju heimsins, í framleiðslukerfi heimsins og flutningakerfi heimsins og þá munum við fara að keyra þetta hraðar. Þá getum við líka keyrt niður öryggisbirgðirnar okkar. Og við höfum „best in class track record“ með sjóðstreymi því það var 125% af rekstrarhagnaði EBIT, sem er einsdæmi í sambærilegum fyrirtækjum og við ætlum okkur aftur þangað. Þannig að við höfum „track-record“ að taka skuldhlutfall niður um 1 á einu ári,“ segir Árni.

Markmiðið er 14-16%

Hann bendir á að Marel hafi farið varlega í að spá fyrir um hver rekstrarafgangurinn verði á yfirstandandi ársfjórðungi en að stefnt sé að því fullum fetum að ná hlutfallinu í svipaðar hæðir og var í lok síðasta árs. EBIT lækkaði nokkuð skarpt á fyrsta ársfjórðungi og reyndist 9% en markmiðið er 14-16%.

„Og nú er vegferðin, og við höfum farið mjög varkárt í að segja hver rekstrarafgangurinn í öðrum ársfjórðungi. Við höfum sagt að það verði bati á síðari ársfjórðungi og sagt það mjög ákveðið að við stefnum á 14-16% EBIT á fjórða ársfjórðungi og á árinu 2024. Markmið okkar er áfram 16% EBIT en við erum með varkárnisnagla þarna. En ferðalagið er mjög skýrt og innanhúss vinnum við öll í sömu áttina.“

Árni bendir á að margt hafi breyst í kjölar covid og ekki síður innrásar Rússa í Úkraínu.

„Það er líka mikilvægt að hafa það í huga að heimurinn breyttist líka úr alþjóðaviðskiptum í heimsálfuviðskipti. Og við erum mjög vel í sveit sett með sex söluskrifstofur, heimsálfuskrifstofur sem halda utan um öll löndin. Þar sem við eigum í viðskiptum í Suður-Ameríku, Norður-Ameríku og þess háttar og getum líka aflað íhluta og þessháttar. Þannig að framleiðslukerfið okkar ræður mjög vel við þetta en það er vegna þess að við höfum verið að fjárfesta meira í kerfinu og eins og ég sagði að á síðari hluta þessa árs er komið að blöndu af uppskeru og áframhaldandi uppskeru, þó á lægra stigi.“

Keyra á kostnaðinn niður

Hvað eruð þið lengi að keyra skuldahlutfallið niður?

„Markmiðið er tveir til þrír. Við fengum miklar kvartanir 2018 og 2019 yfir því að hlutfallið var einn, alltof lítið. Við hámörkum virði hluthafa með minnstu áhættu í u.þ.b. 2,5. Að jafnaði erum við því eitt ár að þessu. Við höfum hins vegar sagt að við höfum haft öryggisbirgðir háar og ætlum að vinda þeim niður. Svo fer þetta eftir stígandanum í EBIT-inu, klárlega og það er mjög skýrt hvernig við ætlum að keyra kostnaðinn niður í félaginu. Svo ræðst það náttúrulega á mótteknum pöntunum núna sem við búumst við að verði hærri í öðrum ársfjórðungi en þeim fyrsta og verði síðan vel þokkalegt með haustinu.“

Árni segir að árið líti vel út, bæði pantanabókin sjálf en einnig það sem virðist handan við hornið í nýjum pöntunum.

„Annar hlutur sem stundum hefur verið gert grín að hér við borðið, er svokölluð pípa. Það er hvernig við sjáum fram á veginn að mótteknar pantanir verði. Þegar það eru orðnar samþykktar pantanir, innágreiddar pantanir með bankaábyrgð. Það mælum við náttúrulega með viðskiptavinunum okkar. Við mælum það mjög ákveðið í 20%, 40% líkur, 60% likur og köllum það 90% líkur þegar okkur vantar annað af tvennu, innágreiðsluna eða bankaábyrgðina. Og þessi pípa er að styrkjast og hún er að styrkjast sérstaklega í kjúklingi og gæludýrunum. Og svo er ágætis ástand núna í fiskinum. Það er minna í kjötinu en ég held að það sé vegna þess að við þurfum að fara enn meira út af örkinni og sýna allt þetta frábæra vöruframboð sem við höfum í áframvinnslunni á kjötinu.“

Viðtalið við Árna Odd má sjá og heyra í heild sinni hér:

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK