Komi til greina að banna 40 ára verðtyggð lán

Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra.
Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

„Í mínum huga kemur vel til greina að banna 40 ára verðtryggð lán,“ segir Sigurður Ingi Jóhannesson innviðaráðherra í samtali við mbl.is.

Hann segir landsmenn megi vænta þess breytingar verði gerðar á útreikningi húsnæðisliðsins í vísitölu neysluverðs.

„40 ára verðtryggð lán eru allt of löng og gefa fólki falska öryggiskennd sem þau fá síðan oft í bakið við neikvæðar hagsveiflur,“ segir hann og bætir við að það komi vel til greina að banna slík lán. Sigurður Ingi segir aftur á móti að önnur lán sem eru verðtryggð í 10 til 25 ár geti verið áfram til staðar sem valkostur.

„Við sjáum það auðvitað þegar vextir fara niður að fjármögnunaraðilar bjóða betri kjör á óvertryggðum lánum til nægilegs tíma og þá fara neytendur þangað,“ segir Sigurður Ingi.

Þannig muni verðtryggingin hverfa þegar stöðugleiki verður kominn í hagkerfið.

Húsnæðisliðurinn rangt reiknaður

Spurður út í nýjan útreikning á vísitölu neysluverðs segir hann að fyrir nokkrum árum hafi það verið skoðað að taka húsnæðisliðinn alfarið úr vísitölunni en verið sé að vinna með nýjan útreikning sem muni gefa skýrari mynd af verðbólgunni

„Vandi okkar á Íslandi er að húsnæðisliðurinn hefur verið rangt reiknaður. Hann byggist fyrir og fremst á kaupverði íbúða, og hoppar til og frá mánaðarlega, á meðan þjóðir með sambærileg viðmið og við eru með öðruvísi útreikninga. Þetta er verkefni sem er búið að vera í gangi hjá Hagstofunni í einhvern tíma og ég vonast til að það fari að skila sér.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK