Eva Ýr ráðin mannauðsstjóri Alvotech

Eva Ýr Gunnlaugsdóttir er nýr mannauðsstjóri Alvotech.
Eva Ýr Gunnlaugsdóttir er nýr mannauðsstjóri Alvotech. Ljósmynd/Aðsend

Eva Ýr Gunnlaugsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdarstjóri mannauðsmála hjá Alvotech. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu sem Alvotech sendi frá sér í morgun. 

Eva kemur til Alvotech frá Landspítalanum þar sem hún hefur starfað sem deildarstjóri mannauðsmála frá ársbyrjun 2022. Fyrir það starfaði hún hjá í sjö ár við mannauðsmál hjá Össuri og þar áður hjá fjarskiptafyrirtækinu Nova.

Í vor mun Eva ljúka MBA námi við Háskólann í Reykjavík, en hún er með MS gráðu í mannauðstjórnun, BS gráðu í hjúkrunarfræði frá Háskóla Íslands og hefur lokið stjórnendamarkþjálfun frá Háskólanum í Reykjavík.

Spennandi tímar framundan

Ég er afar spennt fyrir því að taka þátt í uppbyggingu Alvotech og þeirri spennandi vegferð sem fyrirtækið er sannarlega á. Alvotech starfar í alþjóðlegu samkeppnisumhverfi og starfsmannahópurinn er einstaklega fjölbreyttur. Þessari uppbyggingu fylgja skemmtilegar áskoranir og miklir möguleikar. Vaxtartækifæri fyrir íslenskt atvinnulíf eru tvímælalaust í fyrirtækjum sem byggja á þekkingu og vísindum, þar er einnig um að ræða afar skemmtileg verkefni í mannauðsmálum og ég hlakka til að geta nýtt þekkingu mína og reynslu við úrlausn þeirra,“ segir Eva Ýr í fréttatilkynningu Alvotech.   

Eva tekur við keflinu af Sigríði Elínu („Ellu Siggu“) Guðlaugsdóttur sem gengt hefur starfi mannauðsstjóra Alvotech undanfarin 3 ár en hefur nú snúið sér að öðrum verkefnum. Í starfi sínu hjá Alvotech beitti Ella Sigga sér fyrir verkefnum af ýmsu tagi. Þar á meðal leiddi hún innleiðingu verkferla og kerfa á sviði mannauðsmála til að styðja við öran vöxt fyrirtækisins, en á síðustu þremur árum hefur fjöldi starfsmanna fyrirtækisins vaxið úr 420 í 1020.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka