Eva Ýr ráðin mannauðsstjóri Alvotech

Eva Ýr Gunnlaugsdóttir er nýr mannauðsstjóri Alvotech.
Eva Ýr Gunnlaugsdóttir er nýr mannauðsstjóri Alvotech. Ljósmynd/Aðsend

Eva Ýr Gunn­laugs­dótt­ir hef­ur verið ráðin fram­kvæmd­ar­stjóri mannauðsmá­la hjá Al­votech. Þetta kem­ur fram í frétta­til­kynn­ingu sem Al­votech sendi frá sér í morg­un. 

Eva kem­ur til Al­votech frá Land­spít­al­an­um þar sem hún hef­ur starfað sem deild­ar­stjóri mannauðsmá­la frá árs­byrj­un 2022. Fyr­ir það starfaði hún hjá í sjö ár við mannauðsmál hjá Öss­uri og þar áður hjá fjar­skipta­fyr­ir­tæk­inu Nova.

Í vor mun Eva ljúka MBA námi við Há­skól­ann í Reykja­vík, en hún er með MS gráðu í mannauðstjórn­un, BS gráðu í hjúkr­un­ar­fræði frá Há­skóla Íslands og hef­ur lokið stjórn­enda­markþjálf­un frá Há­skól­an­um í Reykja­vík.

Spenn­andi tím­ar framund­an

Ég er afar spennt fyr­ir því að taka þátt í upp­bygg­ingu Al­votech og þeirri spenn­andi veg­ferð sem fyr­ir­tækið er sann­ar­lega á. Al­votech starfar í alþjóðlegu sam­keppn­is­um­hverfi og starfs­manna­hóp­ur­inn er ein­stak­lega fjöl­breytt­ur. Þess­ari upp­bygg­ingu fylgja skemmti­leg­ar áskor­an­ir og mikl­ir mögu­leik­ar. Vaxt­ar­tæki­færi fyr­ir ís­lenskt at­vinnu­líf eru tví­mæla­laust í fyr­ir­tækj­um sem byggja á þekk­ingu og vís­ind­um, þar er einnig um að ræða afar skemmti­leg verk­efni í mannauðsmá­l­um og ég hlakka til að geta nýtt þekk­ingu mína og reynslu við úr­lausn þeirra,“ seg­ir Eva Ýr í frétta­til­kynn­ingu Al­votech.   

Eva tek­ur við kefl­inu af Sig­ríði El­ínu („Ellu Siggu“) Guðlaugs­dótt­ur sem gengt hef­ur starfi mannauðsstjóra Al­votech und­an­far­in 3 ár en hef­ur nú snúið sér að öðrum verk­efn­um. Í starfi sínu hjá Al­votech beitti Ella Sigga sér fyr­ir verk­efn­um af ýmsu tagi. Þar á meðal leiddi hún inn­leiðingu verk­ferla og kerfa á sviði mannauðsmá­la til að styðja við öran vöxt fyr­ir­tæk­is­ins, en á síðustu þrem­ur árum hef­ur fjöldi starfs­manna fyr­ir­tæk­is­ins vaxið úr 420 í 1020.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK