Nýir eigendur Duxiana og Gegnum glerið

Hjónin Jón Helgi Erlendsson og Martina Vigdís Nardini eru nýir …
Hjónin Jón Helgi Erlendsson og Martina Vigdís Nardini eru nýir eigendur DUXIANA og Gegnum glerið ásamt hjónunum Hauki Inga Guðnasyni og Ragnhildi Steinunni Jónsdóttur. Ljósmynd/Íris Dögg Einarsdóttir

Nýir eigendur hafa tekið við rekstri húsgagnaverslunarinnar DUXIANA í Ármúla. Hjónin Jón Helgi Erlendsson og Martina Vigdís Nardini eru nýir eigendur DUXIANA ásamt hjónunum Hauki Inga Guðnasyni og Ragnhildi Steinunni Jónsdóttur, að því er fram kemur í tilkynningu.

Fyrri eigendur eru þau Elsa Ólafsdóttir og Rúnar Jónsson.

Nýir eigendur taka einnig við rekstri verslunarinnar Gegnum glerið sem selur ítölsk húsgögn og innréttingar frá Molteni&C, danskt lín frá Georg Jensen Damask, vörur frá þýska vörumerkinu Lambert auk annarra merkja.

Nýir eigendur, sem eiga börn á öllum aldri, hyggjast fylgja fjölskylduvænni stefnu þegar kemur að afgreiðslutíma sérverslana og hafa opið til kl. 17 á virkum dögum.

Sú nýlunda verður kynnt í haust þegar viðskiptavinum verður gefinn kostur á að bóka tíma í ráðgjöf og skoðun í gegnum Noona appið eða með því að senda tölvupóst, að því er segir í tilkynningu frá nýjum eigendum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka