Nýsköpun blómstrar á Blönduósi

Foodsmart Nordic er nýtt hátækni- og nýsköpunarfyrirtæki með starfsemi á …
Foodsmart Nordic er nýtt hátækni- og nýsköpunarfyrirtæki með starfsemi á Blönduósi. Ljósmynd/Aðsend

Hátækni- og nýsköpunarfyrirtækið Foodsmart Nordic stefnir að því að hefja formlega starfsemi í sumar. Fyrirtækið starfar á sviði fæðubótaefna og er framleiðsla á tilraunarstigi. Markmið fyrirtækisins er að gera Ísland að virkum og vaxandi þátttakanda á alþjóðlegum fæðubótamarkaði. 

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu sem fyrirtækið sendi frá sér. 

Foodsmart Nordic er nýtt hátækni- og nýsköpunarfyrirtæki með starfsemi á Blönduósi. Fyrirtækið framleiðir fæðubótarefni úr íslensku sjávarfangi sem áður fór forgörðum. Stefnt er að því að framleiða 150 tonn af endanlegum afurðum í fyrsta áfanga fyrirtækisins á Blönduósi og verður framleiðslan gæðavottuð til útflutnings.

Í dag er kollagen, sæbjúgnaduft og fiskprótein úr íslenskum þorski framleitt í rannsóknarsetri félagsins á Skagaströnd en ný framleiðslutæki munu skila úrvals hráefni í duftformi og nýtast við þurrkun á breiðu sviði, að því er fyrirtækið greinir frá. 

Markaður fyrir fæðubótaefni fer ört vaxandi í heiminum í kjölfar vakningar almennings um mikilvægi hollustu og heilsusamlegs lífsstíls og áhugi innlendra og erlendra aðila því mikill. 

Ný framleiðslutæki munu skila úrvals hráefni í duftformi og nýtast …
Ný framleiðslutæki munu skila úrvals hráefni í duftformi og nýtast við þurrkun á breiðu sviði. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK