Play tekur á móti nýrri þotu

Fyrsta farþegaflugsverkefni vélarinnar er í næstu viku.
Fyrsta farþegaflugsverkefni vélarinnar er í næstu viku. Ljósmynd/Airbus

Spánný Air­bus vél bæt­ist í dag við flota Play en for­svars­menn fé­lags­ins eru stadd­ir í Ham­borg í Þýskalandi til að veita þot­unni viðtöku. Áhöfn á veg­um Play er einnig í borg­inni og ætl­ar hún að ferja vél­ina ásamt föru­neyti til Íslands síðdeg­is. Fyrsta farþega­flugs­verk­efni vél­ar­inn­ar verður þó ekki fyrr en í byrj­un næstu viku og er för­inni þá heitið til Teneri­fe.

„Mót­tak­an á þess­ari vél á sér lang­an aðdrag­anda og við erum búin að vinna að því að fá hana í flot­ann í tæp tvö ár. Þetta er afar flókið ferli og sam­spil leigu­sala, fram­leiðand­ans, okk­ar og Sam­göngu­stofu,“ seg­ir Birg­ir Jóns­son, for­stjóri Play, í sam­tali við ViðskiptaMogg­ann í dag.

Ein­ar Örn Ólafs­son, stjórn­ar­formaður fé­lags­ins, seg­ir að Play verði á full­um af­köst­um í allt sum­ar.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK