Frá árinu 2007 hefur verið gerð 391 breyting á skattkerfinu. Þar er um að ræða 293 skattahækkanir en einungis 93 lækkanir. Það þýðir að fyrir hverja skattalækkun hafa skattar verið hækkaðir þrisvar sinnum.
Þetta kemur fram í nýrri samantekt Viðskiptaráðs um skattkerfið sem birt verður í dag. Þar kemur einnig fram að umræddar breytingar hafi ekki einungis verið til að breyta gildandi sköttum heldur hafa nýir verið kynntir til leiks og gamlir afnumdir. Á árunum 2009-2013 voru alls tólf nýir skattar lagðir á en aðeins einn til lækkunar, það var frítekjumark fjármagnstekjuskatts. Frá áramótum 2022 hafa tekið gildi 46 breytingar á skattkerfinu en einungis sjö þeirra voru til lækkunar. Það gera fimm skattahækkanir fyrir hverja skattalækkun.
„Það er áhyggjuefni að þrátt fyrir álíka margar breytingar til hækkunar undanfarin tvö ár hafa lækkanir verið mun færri en að jafnaði,“ segir Gunnar Úlfarsson, hagfræðingur hjá Viðskiptaráði, í samtali við ViðskiptaMoggann.
Lestu meira um málið í ViðskiptaMogganum í dag.