Kormákur og Skjöldur opna nýja verslun

Nýja verslunin er í sama húsnæði og gamla kvenfataverslun Kormáks …
Nýja verslunin er í sama húsnæði og gamla kvenfataverslun Kormáks og Skjaldar Ljósmynd/Aðsend

Ný verslun Kormáks og Skjaldar hefur opnað við Skólavörðustíg í Reykjavík. Um er að ræða húsnæðið þar sem Kvenfataverslun Kormáks & Skjaldar var áður, en nú er boðið upp á fjölbreyttara úrval, fatnað fyrir dömur, herra, börn og jafnvel fyrir hunda.

Þórður Sveinsson, markaðsstjóri Kormáks og Skjaldar, lýsir versluninni sem „svona best of-verslun“ í samtali við mbl.is. Hann á þá við að þar verði almennt flottustu vörur Kormáks og Skjaldar í boði.

Ljósmynd/Aðsend

Verslunin er að Skólavörðustíg 28 og því ekki langt að sækja þaðan í flaggskipsverslun þeirra í kjallaranum á Kjörgarði við Laugarveg, en Þórður segir að þetta sé afar góð staðsetning upp á ferðamenn að gera.

Skólavörðustígurinn sé einstaklega lífleg gata og í raun fullkomin staðsetning til að koma vöruúrvalinu „upp á yfirborðið“.

Ljósmynd/Aðsend

Hann segir að í nýju versluninni verði fjölbreytt úrval klæðnaðar og gjafavara og þar verði einnig hægt að kaupa föt á hunda. Fyrirtækið er þó ekki farið að hanna sín eigin hundaföt undir merkjum Kormáks og Skjaldar en seld verða hundakápur frá fatamerkinu Barbour. Auk þess verða hundaleikföng fáanleg í versluninni.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK