Agnes ráðin hjá Samorku

Ljósmynd/Aðsend

Agnes Ástvaldsdóttir hefur verið ráðin verkefnastjóri faghópa hjá Samorku, samtökum orku- og veitufyrirtækja og hefur þegar hafið störf. 

Agnes hefur frá árinu 2017 starfað sem verkefnastjóri þróunar og nýsköpunarverkefna í þróunardeild Össurar. Þar áður vann hún í fimm ár sem verkefnastjóri fjárfestingaverkefna hjá Norðuráli og á framkvæmdasviði Ljósleiðarans.

Í tilkynningunni um ráðninguna kemur fram að Agnes hefur yfir tíu ára reynslu sem verkefnastjóri og er með IPMA vottun í verkefnastjórnun. Hún er með MSc. gráðu í Nýsköpunarverkfræði frá Technical University of Denmark (DTU) og leggur stund á MBA við Háskólann í Reykjavík.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK