Ný stjórn FKA Framtíðar kjörin

Ný stjórn FKA Framtíðar. (f.v.) Sigríður Inga Svarfdal, Sjöfn Arna …
Ný stjórn FKA Framtíðar. (f.v.) Sigríður Inga Svarfdal, Sjöfn Arna Karlsdóttir, Karlotta Halldórsdóttir, Sólveig R Gunnarsdóttir, Árdís Hrafnsdóttir, Ester Sif Harðardóttir og Maríanna Finnbogadóttir. Ljósmyndari/Silla Páls

Ný stjórn FKA Framtíðar, deildar innan Félags kvenna í atvinnulífinu, var kjörin á dögunum fyrir komandi starfsár.

Samtals eru félagskonur í Félagi kvenna í atvinnulífinu yfir 400, en FKA Framtíð er deild fyrir konur sem vilja vaxa og ná lengra í íslensku atvinnulífi og er lögð áhersla á uppbyggingu tengslanets og hagnýtingu fræðslu sem nýtist við þróun og starfsframa.

FKA Framtíð hefur meðal annars séð um mentoraverkefni þar sem á hátt í 100 konur úr atvinnulífinu tóku þátt síðasta vetur. Þar er komið upp samstarfi á milli kvenna, t.d. milli reyndra leiðtoga og óreyndari.

Kosið er til tveggja ára í senn, ný stjórn FKA Framtíðar skipa:

  • Árdís Ethel Hrafnsdóttir, verkefnastjóri hjá Icelandair.
  • Ester Sif Harðardóttir, forstöðumaður reikningshalds og uppgjöra.
  • Karlotta Halldórsdóttir, samskiptastjóri hjá HMS.
  • Maríanna Finnbogadóttir, mannauðsráðgjafi í Arion Banka.
  • Sigríður Inga Svarfdal Þorkelsdóttir, sölu- og markaðsstjóri hjá YAY ehf.
  • Sjöfn Arna Karlsdóttir, verkefnastjóri reikningshalds hjá HMS.
  • Sólveig Ragnheiður Gunnarsdóttir, óháður fyrirtækja- og fjármálaráðgjafi hjá Sólveig ehf. og fjármálastjóri GeoSilica.
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK