Bragðbætta útgáfan af markaði vegna hækkana

Bragðbættar útgáfur Somersby eru ekki lengur í sölu á Íslandi.
Bragðbættar útgáfur Somersby eru ekki lengur í sölu á Íslandi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Allar bragðtegundir af Somersby, aðrar en Somersby Apple, hafa verið teknar úr sölu á Íslandi. Ölgerðin, sem flytur Somersby inn, ákvað að hætta sölu á öðrum bragðtegundum eftir að skattayfirvöld ákváðu að bragðtegundir, aðrar en sú upprunalega, ættu heima í öðrum skattflokki og hefðu verið ranglega flokkaðar frá því að varan kom fyrst á markað. 

Garðar Svansson, framkvæmdastjóri Ölgerðarinnar, segir í svari sínu við fyrirspurn Morgunblaðsins að Ölgerðin sé ósammála þessari túlkun skattsins.

Ekki munur á áfengismagni

Hefur Ölgerðin mótmælt ákvörðuninni og óskað eftir frekari rökstuðningi en að mati yfirskattanefndar eiga bragðtegundir af Somersby að vera í sama flokki og sterkt vín. Upprunalega bragðtegundin, sem er hefðbundinn eplasíder, er hins vegar flokkuð með léttvíni. Ekki er munur á áfengismagni eftir bragðtegundum.

„Áfengisgjaldið á Somersby Blackberry-dósinni er næstum þrisvar sinnum hærra en á Somersby Apple út frá ályktun Skattsins og það gefur því augaleið að verðlagning á Somersby er þá komin algjörlega út úr kortinu fyrir neytendur. Meðan staða málsins er jafn óljós og hún er nú tók Ölgerðin þá ákvörðun að hafa aðrar tegundir en Somersby Apple ekki í sölu,“ segir Garðar. 330 ml dós af Somersby Apple kostar nú 319 krónur í ÁTVR.

292 milljóna leiðrétting

Somersby er framleiddur í Danmörku og er vinsæll á Norðurlöndunum. Ölgerðin hóf innflutning á Somersby Apple árið 2010. Fjöldi bragðtegunda er framleiddur af drykknum og hafa nokkrar tegundir ratað hingað til lands, þar á meðal með sólberjabragði, bláberjabragði og rabarbarabragði. Hóf Ölgerðin innflutning á þeim nokkrum árum eftir að hún tók að flytja upprunalegu bragðtegundina inn. Um nokkurt skeið hafa þessar bragðtegundir ekki verið fáanlegar í verslunum ÁTVR.

Ölgerðinni barst bréf frá skattayfirvöldum um breytingu á flokkun Somersby í september á síðasta ári en Garðar segir að félaginu sé ekki kunnugt um aðdraganda þessa máls.

Ölgerðinni hafi verið gert að greiða leiðréttingu á áfengisgjöldunum. Nemur sú greiðsla 292 milljónum króna. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK