Icewear fram úr keppinautunum

Grunngildi Icewear eru útivist fyrir alla á verði fyrir alla, …
Grunngildi Icewear eru útivist fyrir alla á verði fyrir alla, eins og Aðalsteinn Pálsson forstjóri og Ágúst Þór Eiríksson aðaleigandi fyrirtækisins útskýra í sameiningu. Arnþór Birkisson

Velta útvistarfyrirtækisins Icewear fór á síðasta ári fram úr tekjum helstu keppinauta á útivistarmarkaði í fyrsta skipti. Tekjur Icewear námu tæplega 5,7 milljörðum króna en tekjur 66°Norður voru 5,6 ma. eins og fjallað var um í Morgunblaðinu á dögunum.

Grunngildi Icewear eru útivist fyrir alla á verði fyrir alla, eins og Aðalsteinn Pálsson forstjóri og Ágúst Þór Eiríksson aðaleigandi útskýra í samtali við ViðskiptaMoggann.

Þeir segja árangurinn enn merkilegri vegna þess að á bak við tekjurnar séu mun fleiri seldar vörur.

„Við þurfum að selja helmingi meira magn til að ná sömu krónutölu og þau vörumerki sem eru að selja útivistarfatnað á mun hærra verði en Icewear býður. Þótt verðið sé lægra gefum við þó aldrei afslátt af gæðum.“

86% meiri velta

Vöxtur Icewear hefur verið skjótur og óhætt er að tala um methraða í því tilliti.

„Veltan okkar í fyrra var 86% meiri en á stærsta ferðamannaárinu 2018 og 73% meiri en árið 2021. Þá skiluðum við 22% EBITDA-framlegð og hagnaðurinn varð 980 m.kr. eða um 17% af veltu.“

Velgengnin hefur haldið áfram á þessu ári því salan það sem af er ári er rúmlega 50% meiri en á sama tíma í fyrra. „Við gerum ráð fyrir 6,9 ma. veltu á þessu ári sem er 21% aukning miðað við 2022 en á móti má gera ráð fyrir því að ýmsir kostnaðarþættir hækki hlutfallslega meira á sama tímabili.“

Lestu ítarlegri umfjöllun í ViðskiptaMogganum í dag.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK