Tekjur Reykjavik Media ehf., sem er í eigu Jóhannesar Kr. Kristjánssonar fjölmiðlamanns, námu í fyrra um 3,1 m.kr. Tap félagsins á árinu nam um 540 þús.kr. Eigið fé félagsins var í lok síðasta árs neikvætt um 2,4 m.kr., en félagið hefur verið með neikvætt eigið fé frá árinu 2019.
Tekjur félagsins árið 2016 námu um 16,2 milljónum króna, en það sama ári tók félagið þátt í undirbúningi að umfjöllun hinna svonefndu Panama-skjala í samstarfi við innlenda og erlenda fjölmiðla. Síðan þá hafa tekjur félagsins aðeins verið heldur minni. Hæst fóru þær í 3,4 m.kr. árið 2021.