Tilkynna kaup á Sagafilm

Kjartan Thor Thordarson og Ragnar Björn Agnarsson eigendur Sagafilm sem …
Kjartan Thor Thordarson og Ragnar Björn Agnarsson eigendur Sagafilm sem og Tjörvi Þórsson forstjóri munu allir verða hluthafar í bæði Skybound Entertainment og 5th Planet Games. Samsett mynd

Bandaríska afþreyingarfyrirtækið Skybound Entertainment, sem framleitt hefur meðal annars The Walking Dead og Invincible, og danska fjármögnunar- og útgáfufyrirtækið 5th Planet Games, hafa tilkynnt áætlun sína um að kaupa íslenska framleiðslufyrirtækið Sagafilm.

Kaupin á Sagafilm munu styrkja stöðu Skybound á evrópskum kvikmynda- og sjónvarpsmarkaði og getuna til að framleiða hágæða efni fyrir áhorfendur um allan heim, að því er fram kemur í tilkynningu.

Veitir trausta fótfestu í Evrópu

Segir í tilkynningunni að Sagafilm bæti glæsilegu efnissafni sínu við safn Skybound, þar á meðal aðra seríu af Ráðherranum og Napóleonsskjölin.

Þá segir að Sagafilm hafi fest sig í sessi í þjónustu við framleiðslu á Íslandi, svæði sem sé þekkt fyrir hátt framleiðslugildi, sterk skrif og persónudrifna frásagnarlist þvert á tegundir sjónvarpsefnis.

„Samstarfið opnar nýjar leiðir til þróunar og framleiðslu á enn frumlegra efni sem veitir Skybound trausta fótfestu í Evrópu,” er haft eftir Rick Jacobs, framkvæmdastjóra hjá Skybound.

Akkeri í Evrópu

„Með því að fá aðgang að umfangsmikilli hugverkaskrá Skybound gefst okkur öllum tækifæri til að þróa staðbundið efni með akkeri í Evrópu sem og efni aðlagað að erlendum markaði,” er haft eftir Kjartani Þór Þórðarsyni framkvæmdstjóra Sagafilm.

Samkvæmt skilmálum samningsins verður BetaFilm Nordics áfram minnihlutaeigandi að Sagafilm. Núverandi forystuteymi Sagafilm, þar á meðal Kjartan Þór Þórðarson framkvæmdastjóri og Ragnar Björn Agnarsson stjórnarformaður, munu áfram leiðbeina félaginu í stefnumótandi viðleitni þess, að því er fram kemur í tilkynningunni.

Tjörvi Þórsson verður forstjóri Sagafilm á Íslandi.

Kjartan Þór Þórðarson og Ragnar Björn Agnarsson eigendur Sagafilm sem og Tjörvi Þórsson forstjóri munu allir verða hluthafar í bæði Skybound Entertainment og 5th Planet Games.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK