Netverslunin Heimkaup hefur náð samkomulagi við rafbókavettvanginn ( e.platform ) Vital Source um einkasölu á Íslandi fyrir allt rafrænt efni sem úthlutað er til þeirra frá erlendum bókaútgefendum.
Í tilkynningu frá Heimkaupum segir að Vital Source, sem sé stærsti aðili á þessu sviði í heimi, bjóði upp á 1,1 milljón titla og fari titlum ört fjölgandi.
Sigurður Pálsson verkefnastjóri hjá Heimkaupum segir að fyrirtækið sé stolt af samkomulaginu og viðurkenningunni sem í því felist.
Sigurður segir að samningurinn þýði að helsti samkeppnisaðili Heimkaupa á sviði rafrænna námsbóka, Bóksala stúdenta, hafi nú ekki lengur aðgang að rafrænu námsefni sem fer í gegnum Vital Source.