Einstaklingar geta nú keypt áfengi hjá Costco

Costco býður nú upp á áfengi í netverslun sinni.
Costco býður nú upp á áfengi í netverslun sinni. mbl.is/Kristinn Magnússon

Costco býður nú upp á áfeng­is­sölu í net­versl­un sinni fyr­ir ein­stak­linga. Þetta kem­ur fram á heimasíðu versl­un­ar­inn­ar.

Kaup­end­ur verða að stofna aðgang á síðunni til þess að panta áfengi. Hingað til hef­ur Costco selt áfengi til þeirra sem hafa vín­veit­inga­leyfi en nú geta all­ir ein­stak­ling­ar, tví­tug­ir eða eldri, verslað á net­inu. Bæt­ist þar með Costco í hóp fleiri net­versl­ana sem selja áfengi, en dæmi um slík­ar versl­an­ir sem hafa komið fram að und­an­förnu eru San­te og Nýja vín­búðin.

Kaup­end­ur panta áfengi á net­inu en sækja það svo í vöru­hús fyr­ir­tæk­is­ins í Kaup­túni. Kaup­end­ur verða að fram­vísa per­sónu­skil­ríkj­um til að sýna fram á ald­ur sinn til að fá vör­urn­ar af­hent­ar, seg­ir í til­kynn­ing­unni. 

Fram kem­ur að pant­an­irn­ar verði til­bún­ar sam­dæg­urs hjá þeim en fyr­ir­komu­lagið kall­ast „click and col­lect“ á ensku eða smella og sækja.

Yfir 100 vöru­liðir í boði

Á vefsíðu Costco kem­ur fram að yfir 100 vöru­liðir séu í boði, meðal ann­ars létt­vín, bjór og sterkt áfengi.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK