Skatturinn keypti nýjan húsbúnað fyrir rúmlega 220 milljónir króna í nýjar höfuðstöðvar stofnunarinnar sem staðsettar verða í Húsi íslenskra ríkisfjármála í Katrínartúni 6. Sex útboð fóru fram um kaup á innanstokksmunum en gengið var til samninga við Á. Guðmundsson, Hirzluna, Pennann og Sýrusson, að því er fram kemur í skriflegu svari Skattsins við fyrirspurn ViðskiptaMoggans.
Í svari Skattsins er bent á að flutningarnir hafi verið fyrirhugaðir um nokkurt skeið og að vegna þess hafi viðhald og kaup á innanstokksmunum setið á hakanum. Gert sé ráð fyrir að stofnunin verði til húsa í Húsi íslenskra ríkisfjármála næstu 30 árin, hið minnsta, og því þyki mikilvægt að hafa það í huga við kaup á húsbúnaði á þessum tímapunkti.
Lestu meira um málið í ViðskiptaMogganum í dag.