„Stjórn VÍS telur að fjárfestingin sé ákjósanlegur kostur í samanburði við stofnun nýs fjárfestingarbanka frá grunni m.t.t. kostnaðar, tíma og áhættu,“ segir í nýrri kynningu sem stjórn Vátryggingafélags Íslands (VÍS) birti í gærmorgun vegna fyrirhugaðra kaupa félagsins á öllu hlutafé Fossa fjárfestingabanka. Hluthafafundur VÍS fer fram í dag en aukinn meirihluta þarf til að samþykkja kaupin.
Komið hefur fram sú gagnrýni af hálfu lífeyrissjóðsins Gildis að sjóðurinn telji verðmiðann á Fossum of háan. Miðað er við að verðið á Fossum sé um 4,3 milljarðar króna.
Lestu meira um málið í ViðskiptaMogganum í dag.