Landsbankinn, Íslandsbanki og Auður – dóttir Kviku, bjóða nú upp á hæstu innlánsvextina á óverðtryggða óbundna bankareikninga. Allir bjóða þeir upp á 8,25% vexti og greiðast þeir mánaðarlega.
Innlánsvextir hafa farið stighækkandi síðustu misseri samhliða stýrivaxtahækkunum Seðlabankans.
Þá er Arion banki að auki með óbundinn og óverðtryggðan sparnaðarreikning. Er hann þrepaskiptur og ber minnst 7,25% innlánsvexti ef innstæða er undir einni milljón króna og hæst 7,55% vexti ef innstæða er yfir 20 milljónir króna.
Þá býður indó upp á óverðtryggðan og óbundinn sparnaðarreikning, sem ber 7,75% innlánsvexti og greiðast þeir mánaðarlega.
Lestu meira um málið í ViðskiptaMogganum í dag.