Pratt kom víða við meðan á dvöl hans hér stóð og kynnti sér sér vel orkumál og annað því tengt. Hann líkir heimsókn sinni til Íslands við að líta í kristalskúlu til að reyna að skyggnast inn í framtíðna.
„Flestallar þjóðir eru að reyna að finna lausnir til að nýta orkuna betur, jafnvel leiðir til að nýta orku yfirhöfuð. Þið eruð meðal fremstu þjóða í þessu þegar maður horfir heilt yfir sviðið. Ég vænti þess að aðrar þjóðir reyni að nýta sólar- og vindorku, enda búa fæstir við jarðhita og fallvötn eins og þið, en það breytir því ekki að það er áhugavert að fylgjast með því hvernig orkan er nýtt, hvernig hún er verðlögð og svo framvegis,“ segir hann.
„Ef fleiri þjóðum tekst að nýta orku með sjálfbærum hætti getur það leitt til lækkunar á orkukostnaði fyrir heimili og fyrirtæki í þeim löndum. Það verður áhugavert að sjá hvort og þá hversu hratt það gerist á næstu árum.“
Rætt er nánar við Pratt í ítarlegu viðtali í ViðskiptaMogganum í dag. Þar ræðir hann nánar um heimsókn sína hingað til lands, um það hvernig hægt er að draga úr kolefnislosun bíla með skynsamlegum ákvörðunum, hvort og hvar notkun rafmagnsbíla henti best, hvort stjórnmálamenn hafi haft óraunhæfar væntingar um orkuskipti, hvernig bílaframleiðendur hafa þurft að aðlaga sig nýjum veruleika, um mögulega viðskiptahegðun bíleigenda í framtíðinni og fleira.