Íslandsbanki spáir lægri verðbólgu

Næstu mánuði hjaðnar verðbólgan frekar hratt að mati Íslandsbanka.
Næstu mánuði hjaðnar verðbólgan frekar hratt að mati Íslandsbanka. mbl.is/Guðmundur Rúnar Guðmundsson

Greiningardeild Íslandsbanka spáir því í nýrri greiningu að ársverðbólga mælist 8,7% í júnímánuði. Það yrði í fyrsta skipti í ár þar sem ársverðbólgan fer undir 9%. Telur bankinn að verðbólga hjaðni á næstunni og nokkuð hratt á allra næstu mánuðum. Enn sé þó langur vegur fram undan þar til verðbólga verður í samræmi við markmið Seðlabankans.

Það sem skýrir mánaðarhækkunina að mestu að mati bankans er hækkun á húsnæðisliðnum auk þess sem matvörur og flugfargjöld hækka í verði. „Við spáum því að verðbólgutoppnum hafi verið náð í febrúar og verðbólgan haldi áfram að hjaðna. Næstu mánuði hjaðnar verðbólgan væntanlega frekar hratt en svo hægar þegar líða tekur á árið.“

Hagstofan birtir vísitölu neysluverðs fyrir mánuðinn þann 28. júní næstkomandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK