SIV eignastýring fær starfsleyfi

Arnór Gunnarsson, fyrrum forstöðumaður fjárfestinga hjá VÍS verður nú framkvæmdastjóri …
Arnór Gunnarsson, fyrrum forstöðumaður fjárfestinga hjá VÍS verður nú framkvæmdastjóri SIV eignastýringar hf. Ljósmynd/Aðsend

SIV eignastýring hf. hefur fengið starfsleyfi frá Fjármálaeftirliti Seðlabanka Íslands sem rekstraraðili sérhæfðra sjóða, segir í tilkynningu VÍS.

Í leyfinu felst heimild til að reka sérhæfða sjóði og heimild til að sinna eignastýringu og móttöku og miðlun fyrirmæla varðandi fjármálagerninga, segir á vef Seðlabankans.  

Verða starfsmenn fjárfestinga VÍS, Arnór Gunnarsson og Guðmundur Oddur Eiríksson, nú starfsmenn hjá SIV eignastýringu. Samhliða þessu færist stýring fjárfestingareigna VÍS til SIV eignastýringar en safnið nam 44 milljarða króna við lok fyrsta ársfjórðungs, segir í tilkynningu VÍS.

Þá kemur jafnframt fram að SIV eignastýring mun á næstu vikum stofna fyrstu sjóðaafurðir félagsins, þar sem bæði verður boðið upp á sérhæfða sjóði fyrir almenning og sérhæfða sjóði fyrir fagfjárfesta. Viðskiptavinum félagsins mun einnig standa til boða sérhæfð stýring á eignasafni þeirra en sú þjónusta er sniðin að fagfjárfestum.

„Við fögnum þessum góðu tímamótum að starfsleyfi sé komið fyrir SIV eignastýringu, félag sem stofnað var frá grunni í september á síðasta ári. Á næstu vikum mun öflugt teymi félagsins kynna fjölbreytt úrval fjárfestingarkosta í sjóða- og eignastýringu. Við hlökkum til að leggja okkar af mörkum til þess að hjálpa viðskiptavinum okkar að ná góðum árangri í fjárfestingum sínum,“ er haft eftir Arnóri Gunnarssyni, framkvæmdastjóra SIV eignastýringar hf.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK