Sigurbjörg nýr fjármálastjóri Kaldalóns

Sigurbjörg Ólafsdóttir, nýr fjármálastjóri Kaldalóns.
Sigurbjörg Ólafsdóttir, nýr fjármálastjóri Kaldalóns.

Sigurbjörg Ólafsdóttir hefur verið ráðin í starf fjármálastjóra fasteignafélagsins Kaldalóns hf., en hún kemur þaðan frá Arion banka þar sem hún gegndi stöðu forstöðumanns fasteigna- og innviðateymis bankans. Sigurbjörg mun hefja störf í ágúst, en Högni Hjálmtýr Kristjánsson, sem er starfandi fjármálastjóri mun taka við sem framkvæmdastjóri rekstrar hjá félaginu eftir að hafa verið forstöðumaður eignaumsýslu og fjármála.

Í tilkynningu frá Kaldalóni kemur fram að Sigurbjörg hafi vítæka reynslu af umsýslu fasteigna. Þannig hafi hún meðal annars setið í stjórn fasteignafélagsins Landfestar á árunum 2011-2014.

Sigurbjörg er menntuð í véla- og iðnaðarverkfræði ásamt því að hafa lokið löggildingu í verðbréfaviðskiptum.

„Ég er afar ánægður með að hafa fengið Sigurbjörgu til liðs við félagið. Kaldalón er ört vaxandi félag á fasteignamarkaði. Félagið vinnur að skráningu skuldabréfaramma auk þess sem markmið félagsins fyrir skráningu á aðalmarkað Kauphallar Íslands eru vel á veg komin. Framundan eru spennandi verkefni og er ég afar stoltur að fá Sigurbjörgu sem fjármálastjóra félagsins,“ er haft eftir Jóni Þór Gunnarssyni, forstjóra Kaldalóns í tilkynningunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK