Kjörin á nýju láni Brims sam­bærileg eldra láni

Skuttogarinn Akurey í eigu sjávarútvegsfyrirtækisins Brims hf.
Skuttogarinn Akurey í eigu sjávarútvegsfyrirtækisins Brims hf. mbl.is/Þorgeir

Greint var frá því í fyrradag að útgerðarfélagið Brim hefði lokið 33 milljarða króna endurfjármögnun með sambankaláni frá þremur alþjóðabönkum, Rabobank, Nordea bankanum og DNB bankanum. Fram kom að Rabobank og Nordea væru með jafnstóran hlut í láninu en DNB er með lægri hlutdeild. 

Það sem vakti þó athygli á markaði var það sem ekki kom fram í tilkynning­unni og það voru kjörin á láninu. „Lánakjörin eru góð og staðfesta fjárhagslegan styrk Brims, ábyrgar fjárfestingar undanfarin ár og góða rekstrarsögu,” sagði þó í tilkynningunni. 

Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins eru kjörin þó sambærileg sem þau voru á sambankaláni sem Brim (sem þá hét HB Grandi) tók hjá Íslandsbanka, Arion banka og DNB í júní 2018. Um var að ræða 190 milljóna evra lán, um 24 milljarðar króna á þáverandi gengi, þar sem meðalvextir voru um 1,95% en breytilegir. Það lán var tekið til að fjármagna smíði á nýjum frystitogara og til að endurfjármagna eldri lán.

Spurður um kjörin á nýja láninu sagðist Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brims, í samtali við Morgunblaðið vera bundinn trúnaði og gat því ekki tjáð sig.

Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brims.
Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brims. Aðsend mynd
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK