Árlega gerir IMD-háskóli í Sviss úttekt á samkeppnishæfni ríkja. Viðskiptaráð er samstarfsaðili IMD á Íslandi og verða niðurstöður ársins kynntar á fundi fyrir aðildarfélaga Viðskiptaráðs í dag kl. 15. Viðburðurinn er haldinn í samstarfi við Landsbankann.
Niðurstöðurnar munu m.a. snúa að, samkeppnishæfni Íslands og helstu tækifærum til úrbóta.
Hægt er að fylgjast með viðburðinum í beinu streymi hér að neðan.