Hjón eignuðust þriðjungshlut í Smárabíó

Sólveig og Konstantín.
Sólveig og Konstantín. Ljósmynd/Aðsend

Konstantín Mikael Mikaelsson og eiginkona hans Sólveig Þórarinsdóttir hafa eignast þriðjungshlut í Smárabíó.

Kaupin gengu í gegn síðasta haust í gegnum félag þeirra, KOI. Þar með eiga þau Smárabíó á móti fjárfestingafélaginu Draupni sem er í eigu Jóns Diðriks Jónssonar, sem á stærstan hlut í afþreyingarfyrirtækinu Senu. Inni í viðskiptunum er skemmtisvæði Smárabíós og Fótboltaland.

Um síðustu áramót tók Konstantín jafnframt við sem framkvæmdastjóri Smárabíós.

Smárabíó.
Smárabíó.

„Við höfum mikla trú á að þessi bransi muni halda áfram að spjara sig og ganga vel,“ segir Konstantín, spurður út í viðskiptin.

„Við erum mjög spennt fyrir þessu og þetta hefur gengið ljómandi vel. Þetta byrjaði með glæsibrag í janúar þegar Villibráð kom,“ bætir hann við og á þar við hina geysivinsælu íslensku kvikmynd. Hann nefnir að margar íslenskar kvikmyndir hafi verið sýndar í Smárabíó í vetur. Auk þess eru bandarískar stórmyndir sýndar þar með reglulegu millibili.

Í samtali við mbl.is fyrir skömmu í tilefni þess að bíósýningar eru að leggjast af í Háskólabíó, minntist Konstantín á áform um að bæta tveimur bíósölum við Smáralind, en þeir eru fimm fyrir. Vonir standa til að koma nýju sölunum fyrir á móti sölum 4 og 5, að sögn Konstantíns. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK