Controlant bíður með skráningu

Gísli Herjólfsson, forstjóri og stofnandi Controlant.
Gísli Herjólfsson, forstjóri og stofnandi Controlant.

„Við teljum að það henti okkur ekki á næstu 2-3 árum á meðan við erum enn að vaxa,“ segir Gísli Herjólfsson, forstjóri og einn stofnenda Controlant, í samtali við Morgunblaðið, spurður um það mögulega skráningu á markað. Controlant er eitt þeirra félaga sem gjarnan er horft til þegar rætt er um þau félög sem væntanleg eru á hlutabréfamarkað. Málið var rætt í aðdraganda aðalfundar en ljóst er að einhver bið verður á skráningu.

„Til lengri tíma er þó markmiðið að skrá félagið á markað, þó það eigi enn eftir að koma í ljós hvenær það verður,“ segir Gísli.

Aðalfundur Controlant var haldinn á föstudag. Þar kom fram að tekjur félagsins námu í fyrra um 133 milljónum bandaríkjadala, samanborið við 68 milljónir dala árið áður. Rekstrarhagnaður félagsins fyrir afskriftir nam 66 milljónum dala og hagnaður um 5,5 milljónum dala.

Þar var einnig samþykkt tillaga um að auka hlutafé Controlant. Til stendur að auka hlutafé félagsins um allt að 50 milljónir bandaríkjadala. Auk þess er félagið að sækja sér 40 milljóna dala lánsfjármögnun frá erlendum sjóði, samtals því allt að 90 milljónir dala til að styðja við þann vöxt sem fram undan er.

Nánar er fjallað um málið í Morgunblaðinu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK