Erfiður rekstur hjá Íslenskum verðbréfum

Jóhann M. Ólafsson hefur verið forstjóri Íslenskra verðbréfa frá 2019.
Jóhann M. Ólafsson hefur verið forstjóri Íslenskra verðbréfa frá 2019. Haraldur Jónasson/Hari

Tekjur Íslenskra verðbréfa hf. (ÍV) námu á síðasta ári tæpum 1,1 milljarði króna, og jukust um tæpar 57 milljónir króna á milli ára. Hreinar rekstrartekjur hækkuðu um rúmar 52 milljónir króna á milli ára, eða um 5,1%. Þóknunartekjur félagsins á árinu námu um 917 milljónum króna, samanborið við rúmlega einn milljarð árið áður, og drógust því saman um 8% milli ára.

Hagnaður ÍV nam 26,4 milljónum króna, en nam tæpum 94 milljónum króna árið áður. Eigið fé félagsins var í árslok um 949 milljónir króna og eiginfjárhlutfallið 23,1%. Eignir í stýringu voru í árslok um 103,6 milljarðar króna.

Í ársreikningi kemur fram að reksturinn á árinu hafi einkennst af erfiðu árferði á fjármagnsmörkuðum, meðal annars vegna stríðsátaka í Úkraínu auk þess sem vaxtahækkanir víða um heim hafi haft neikvæð áhrif á verðþróun verðbréfa.

Lestu meira um málið í ViðskiptaMogganum í dag.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK