„Það voru stofnaðir mun fleiri verðtryggðir innlánsreikningar fyrri helming júnímánaðar heldur en gerist vanalega fyrri hluta annarra mánaða,“ segir Helgi Teitur Helgason, framkvæmdastjóri einstaklingssviðs Landsbankans, í samtali við ViðskiptaMoggann.
Sigríður Hrefna Hrafnkelsdóttir, framkvæmdastjóri einstaklingssviðs hjá Íslandsbanka, segir einnig aðsóknina vera góða í verðtryggða innlánsreikninginn Ávöxtun. „Aðsóknin í sparnaðarreikninga heilt yfir er mjög góð,“ segir hún.
„Þessari nýjung hefur verið afar vel tekið og er fjölgun reikninga á þessum fyrsta mánuði eitthvað sem við höfum sjaldan eða aldrei séð áður,“ segir Haraldur Guðni Eiðsson, upplýsingafulltrúi Arion banka, við fyrirspurn Morgunblaðsins.
Lestu meira um málið í ViðskiptaMogganum í dag.