Friðheimar hagnast um 82 milljónir

Knútur Rafn Ármann, annar eiganda Friðheima.
Knútur Rafn Ármann, annar eiganda Friðheima. mbl.is/Árni Sæberg

Friðheimar ehf. hagnaðist um tæplega 82 milljónir króna samkvæmt ársreikningi félagsins fyrir árið 2022. Til samanburðar hagnaðist félagið um 22 milljónir króna árið 2021.

Þá námu rekstrartekjur 1.065 milljónum króna árið 2022 en þær numu 747 milljónum króna árið áður. Heildareignir félagsins í árslok námu 719 milljónum króna og hækkuðu um 87 milljónir milli ára. Eigið fé félagsins í lok árs 2022 var jákvætt um 148 milljónir króna. 

Stöðugildum fjölgaði úr 47 í 63 á milli áranna 2021 og 2022. Samkvæmt ársreikningi er ekki gert ráð fyrir arðgreiðslu til hluthafa árið 2023.

Í eigu Eignarhaldsfélags Friðheima ehf.

Allt hlutafé í Friðheimum ehf. er í eigu Eignarhaldsfélags Friðheima ehf. Eignarhaldsfélagið er í eigu hjónanna Helenu Hermundardóttur og Knúts Rafns Ármann, en þau fara með helmingshlut í félaginu hvort.

Eignarhaldsfélagið hagnaðist um 90 milljónir króna og námu heildareignir félagsins í árslok 190 milljónum króna. Til samanburðar nam hagnaður félagsins árið 2021 tæpar 33 milljónum og heildareignir í árslok það árið 101 milljón. Þá nam eigið fé félagsins um 179 milljónum króna í lok árs 2022. Ekkert er heldur greiddur arður úr því félagi skv. ársreikningi.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK