Oft bitist um útrunnar vörur

Sigurður segir að kerfi AGR hafi skilað miklum árangri.
Sigurður segir að kerfi AGR hafi skilað miklum árangri.

Umhverfismálin skipa sífellt stærri sess í rekstri Hagkaupa sem í ár fagna 64 ára afmæli. Sigurður Reynaldsson framkvæmdastjóri segir að margir stórmarkaðir, og Hagkaup þar á meðal, hafi verið duglegir við að selja vörur á niðursettu verði sem eru að renna út. Í fyrra seldust útrunnar vörur í Hagkaupum fyrir þrjátíu milljónir króna, vörur sem áður lentu í ruslinu.

„Viðhorf fólks hefur breyst. Fólk er meðvitaðara um sjálfbærni og oft er bitist um þessa vöru,“ segir Sigurður í ítarlegu samtali við ViðskiptaMoggann.

Árangur í innkaupum

Minna er þó gert af þessu hjá Hagkaupum en mörgum öðrum að sögn Sigurðar vegna góðs árangurs fyrirtækisins í innkaupum.

„Við viljum ekki panta inn óþarflega mikið. Við erum búin að innleiða tölvuforrit frá íslenska hugbúnaðarfyrirtækinu AGR. Þar setjum við inn alla okkar sölusögu, 2-3 ár aftur í tímann. Þannig vinnum við söluspá fram í tímann byggt á þessum gögnum. Með þessu erum við að nútímavæða allar okkar pantanir og kerfið passar upp á að við séum með rétt hlutfall af öllum vörum á hverjum tíma.“

Árangurinn er ótrúlegur að sögn Sigurðar.

„Þetta er okkar stærsta framlag í baráttunni gegn matarsóun.“

Þá hefur fyrirtækið LED-vætt allar verslanir sem skilar sér í tuga prósenta lægri kostnaði við lýsingu. Kælivökvanum freoni hefur einnig verið útrýmt. Nánar er rætt við ­Sigurð í viðtali í ViðskiptaMogganum í dag.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK