Styrkleikar og veikleikar skila okkur í 16. sæti

Ísland raðar sér meðal fremstu þjóða, en það er margt …
Ísland raðar sér meðal fremstu þjóða, en það er margt sem hægt er að bæta til að auka lífsgæði enn frekar. Eggert Jóhannesson

Ísland stendur í stað á milli ára í árlegri samkeppnisúttekt IMD-viðskiptaháskólans í Sviss á samkeppnishæfni ríkja. Ísland vermir 16. sæti listans líkt og í fyrra, en hafði þá færst upp um fimm sæti. Líkt og fyrri ár rekur Ísland þó lestina í samanburði við norrænu löndin, þar sem Danmörk vermir 1. sæti listans annað árið í röð.

Úttekt IMD er ein sú umfangsmesta í heimi og hefur verið framkvæmd í 33 ár. Hún byggist á 256 mælikvörðum, bæði haggögnum sem safnað er saman og alþjóðlegri stjórnendakönnun sem þúsundir stjórnenda fyrirtækja og annarra samtaka taka þátt í. Í töflu hér til hliðar má sjá þau ríki sem skipa 20 efstu sæti listans, en í síðasta sæti situr Venesúela.

Lestu meira um málið í ViðskiptaMogganum í dag.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK