Alvotech og Síldarvinnslan munu í byrjun júlí koma ný inn í OMXI 10 vísitölu Kauphallarinnar, í stað Sjóvár og Símans.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Kauphöllinni, en breytingin tekur gildi þann 3. júlí nk. OMX Iceland 10 (OMXI 10) vísitalan er Úrvalsvísitala Kauphallarinnar hér á landi og er samsett af þeim tíu félögum sem mest viðskipti eru með á hlutabréfamarkaði. Endurskoðun á sér stað tvisvar á ári og tekur ný samsetning vísitölunnar gildi í janúar og júlí ár hvert.
Alvotech var skráð á markað síðasta sumar, fyrst á First North markaðinn en færði sig yfir á Aðallista Kauphallarinnar í desember sl. Síldarvinnslan var skráð á markað vorið 2020 að undangengnu hlutafjárútboði.
Þau tíu félög sem mynda vísitöluna eftir breytingar eru Alvotech, Arion banki, Eimskip, Festi, Icelandair, Íslandsbanki, Kvika banki, Marel, Reitir og Síldarvinnslan.