Alvotech og Síldarvinnslan inn í OMXI 10 vísitöluna

Kauphöllin á Íslandi.
Kauphöllin á Íslandi. Þórður Arnar Þórðarson

Alvotech og Síldarvinnslan munu í byrjun júlí koma ný inn í OMXI 10 vísitölu Kauphallarinnar, í stað Sjóvár og Símans.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Kauphöllinni, en breytingin tekur gildi þann 3. júlí nk. OMX Iceland 10 (OMXI 10) vísitalan er Úrvalsvísitala Kauphallarinnar hér á landi og er samsett af þeim tíu félögum sem mest viðskipti eru með á hlutabréfamarkaði. Endurskoðun á sér stað tvisvar á ári og tekur ný samsetning vísitölunnar gildi í janúar og júlí ár hvert.

Alvotech var skráð á markað síðasta sumar, fyrst á First North markaðinn en færði sig yfir á Aðallista Kauphallarinnar í desember sl. Síldarvinnslan var skráð á markað vorið 2020 að undangengnu hlutafjárútboði.

Þau tíu félög sem mynda vísitöluna eftir breytingar eru Alvotech, Arion banki, Eimskip, Festi, Icelandair, Íslandsbanki, Kvika banki, Marel, Reitir og Síldarvinnslan.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK