Íslandsbanki greiðir um 1,2 milljarða í sekt

Íslandsbanki greiðir rúman milljarð í sekt vegna vinnubragða við sölu …
Íslandsbanki greiðir rúman milljarð í sekt vegna vinnubragða við sölu á hlut ríkisins. mbl.is/Kristinn Magnússon

Íslands­banki hef­ur geng­ist við því að hafa ekki starfað að öllu leyti í sam­ræmi við eðli­lega og heil­brigða viðskipta­hætti og venj­ur í verðbréfaviðskipt­um vegna fram­kvæmd­ar á útboði á 22,5% eign­ar­hlut rík­is­ins í bank­an­um, sem fram fór í mars í fyrra. Bank­inn hef­ur fall­ist á að greiða 1,2 millj­arð króna í sekt vegna máls­ins. 

Þetta er lang­hæsta sekt sem lögð hef­ur verið á fjár­mála­fyr­ir­tæki hér á landi.

Íslands­banki fellst á það mat Fjár­mála­eft­ir­lits Seðlabank­ans (FME) að viðeig­andi laga­kröf­um og innri regl­um bank­ans um veit­ingu fjár­fest­ing­arþjón­ustu hafi ekki verið fylgt í öll­um til­vik­um við und­ir­bún­ing og fram­kvæmd útboðsins. Nær það til atriða eins og hljóðrit­an­ir sím­tala, upp­lýs­inga­gjöf til viðskipta­vina, flokk­un fjár­festa og ráðstaf­an­ir gegn hags­mun­ar­árekstr­um. Þar er vísað í aðskilnað starfs­sviða og viðskipti starfs­manna.

Þá seg­ir í til­kynn­ingu Íslands­banka að inn­leiðing stjórn­ar­hátta og innra eft­ir­lits hafi ekki verið full­nægj­andi og skort hafi áhættumiðað eft­ir­lit með hljóðrit­un­um. Jafn­framt tel­ur fjár­mála­eft­ir­litið að bank­inn hefði átt að gera sér­stakt áhættumat í tengsl­um við útboðið.

Sam­hliða þessu sendi bank­inn frá af­komu­spá fyr­ir 2. árs­fjórðung þessa árs. Á öðrum árs­fjórðungi 2023 gjald­fær­ir Íslands­banki 860 millj­ón­ir króna vegna þessa at­b­urðar en bank­inn gjald­færði 300 millj­ón­ir króna vegna sama at­b­urðar í árs­upp­gjöri 2022. Áætlað er að af­koma Íslands­banka fyr­ir ann­an árs­fjórðung 2023 verði á bil­inu 5,8-6,5 millj­arðar króna eft­ir skatt, þegar til­lit hef­ur verið tekið til sátt­ar­inn­ar, 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK