Íslandsbanki hefur gengist við því að hafa ekki starfað að öllu leyti í samræmi við eðlilega og heilbrigða viðskiptahætti og venjur í verðbréfaviðskiptum vegna framkvæmdar á útboði á 22,5% eignarhlut ríkisins í bankanum, sem fram fór í mars í fyrra. Bankinn hefur fallist á að greiða 1,2 milljarð króna í sekt vegna málsins.
Þetta er langhæsta sekt sem lögð hefur verið á fjármálafyrirtæki hér á landi.
Íslandsbanki fellst á það mat Fjármálaeftirlits Seðlabankans (FME) að viðeigandi lagakröfum og innri reglum bankans um veitingu fjárfestingarþjónustu hafi ekki verið fylgt í öllum tilvikum við undirbúning og framkvæmd útboðsins. Nær það til atriða eins og hljóðritanir símtala, upplýsingagjöf til viðskiptavina, flokkun fjárfesta og ráðstafanir gegn hagsmunarárekstrum. Þar er vísað í aðskilnað starfssviða og viðskipti starfsmanna.
Þá segir í tilkynningu Íslandsbanka að innleiðing stjórnarhátta og innra eftirlits hafi ekki verið fullnægjandi og skort hafi áhættumiðað eftirlit með hljóðritunum. Jafnframt telur fjármálaeftirlitið að bankinn hefði átt að gera sérstakt áhættumat í tengslum við útboðið.
Samhliða þessu sendi bankinn frá afkomuspá fyrir 2. ársfjórðung þessa árs. Á öðrum ársfjórðungi 2023 gjaldfærir Íslandsbanki 860 milljónir króna vegna þessa atburðar en bankinn gjaldfærði 300 milljónir króna vegna sama atburðar í ársuppgjöri 2022. Áætlað er að afkoma Íslandsbanka fyrir annan ársfjórðung 2023 verði á bilinu 5,8-6,5 milljarðar króna eftir skatt, þegar tillit hefur verið tekið til sáttarinnar,