Íslandsbanki greiðir um 1,2 milljarða í sekt

Íslandsbanki greiðir rúman milljarð í sekt vegna vinnubragða við sölu …
Íslandsbanki greiðir rúman milljarð í sekt vegna vinnubragða við sölu á hlut ríkisins. mbl.is/Kristinn Magnússon

Íslandsbanki hefur gengist við því að hafa ekki starfað að öllu leyti í samræmi við eðlilega og heilbrigða viðskiptahætti og venjur í verðbréfaviðskiptum vegna framkvæmdar á útboði á 22,5% eignarhlut ríkisins í bankanum, sem fram fór í mars í fyrra. Bankinn hefur fallist á að greiða 1,2 milljarð króna í sekt vegna málsins. 

Þetta er langhæsta sekt sem lögð hefur verið á fjármálafyrirtæki hér á landi.

Íslandsbanki fellst á það mat Fjármálaeftirlits Seðlabankans (FME) að viðeigandi lagakröfum og innri reglum bankans um veitingu fjárfestingarþjónustu hafi ekki verið fylgt í öllum tilvikum við undirbúning og framkvæmd útboðsins. Nær það til atriða eins og hljóðritanir símtala, upplýsingagjöf til viðskiptavina, flokkun fjárfesta og ráðstafanir gegn hagsmunarárekstrum. Þar er vísað í aðskilnað starfssviða og viðskipti starfsmanna.

Þá segir í tilkynningu Íslandsbanka að innleiðing stjórnarhátta og innra eftirlits hafi ekki verið fullnægjandi og skort hafi áhættumiðað eftirlit með hljóðritunum. Jafnframt telur fjármálaeftirlitið að bankinn hefði átt að gera sérstakt áhættumat í tengslum við útboðið.

Samhliða þessu sendi bankinn frá afkomuspá fyrir 2. ársfjórðung þessa árs. Á öðrum ársfjórðungi 2023 gjaldfærir Íslandsbanki 860 milljónir króna vegna þessa atburðar en bankinn gjaldfærði 300 milljónir króna vegna sama atburðar í ársuppgjöri 2022. Áætlað er að afkoma Íslandsbanka fyrir annan ársfjórðung 2023 verði á bilinu 5,8-6,5 milljarðar króna eftir skatt, þegar tillit hefur verið tekið til sáttarinnar, 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK