Leggjast gegn yfirtökutilboði Regins í Eik

Reginn hefur hluthöfum Eikar tilboð í allt hlutafé félagsins.
Reginn hefur hluthöfum Eikar tilboð í allt hlutafé félagsins. Eggert Jóhannesson

​Brim­g­arðar ehf., stærsti eig­andi Eik­ar fast­eigna­fé­lags, munu ekki samþykkja yf­ir­töku­til­boð Reg­ins í Eik sem lagt var fram fram 8. júní sl.

Þetta staðfest­ir Gunn­ar Þór Gísla­son, ­for­svars­maður Brim­g­arða, í sam­tali við Morg­un­blaðið. Hann hvet­ur stjórn Reg­ins til að falla frá hug­mynd­um um að leggja fram yf­ir­töku­til­boð, í ljósi ein­dreg­inn­ar and­stöðu stærsta hlut­hafa Eik­ar við áformin.

Reg­inn lagði sem kunn­ugt er fram yf­ir­töku­til­boð í allt hluta­fé Eik­ar með það fyr­ir aug­um að sam­eina fé­lög­in. Til­boðið var háð fyr­ir­vara um samþykki Sam­keppnis­eft­ir­lits­ins. Þá þurfa 67% hlut­hafa Eik­ar að samþykkja til­boðið.

Gunnar Þór Gíslason.
Gunn­ar Þór Gísla­son. Ljós­mynd/​Gunn­ar Þór Gísla­son


Brim­g­arðar ehf., dótt­ur­fé­lag Langa­sjáv­ar, er í eigu systkin­anna Guðnýj­ar Eddu, Eggerts Árna, Hall­dórs Páls og Gunn­ars Þórs Gíslabarna og fjöl­skyldna þeirra. Brim­g­arðar eiga rúm­lega 29% hlut í Eik, um 16,5% með bein­um hætti en af­gang­inn í gegn­um fram­virka samn­inga, að mestu hjá Ari­on banka. Brim­g­arðar yrðu að öllu óbreyttu stærsti hlut­hafi sam­einaðs fé­lags, með um 9,6% hlut. Aft­ur á móti munu líf­eyr­is­sjóðir eiga um 55% hlut í sam­einuðu fé­lagi.

Gunn­ar Þór gagn­rýn­ir einnig nálg­un Reg­ins á málið og seg­ir yf­ir­töku­til­boðið reyn­ast hlut­höf­um Eik­ar kostnaðarsamt. 

Nán­ar er fjallað um málið í Morg­un­blaðinu í dag.

 

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK