ÞG Smári ehf. hagnaðist um 467,4 milljónir króna árið 2022 samanborið við 5,9 milljóna króna hagnað árið áður.
Félagið er að fullu í eigu Arcusar ehf. sem Þorvaldur H. Gissurarson á allt hlutafé í en hann er kenndur við verktakafyrirtækið ÞG verk.
Ekki verður greiddur arður til hluthafa samkvæmt ársreikningi félagsins.
Rekstrartekjur ÞG Smára ehf. árið 2022 námu 1,2 milljörðum króna en voru engar árið áður. Þá nam eigið fé félagsins í lok árs 2022 samtals 495,6 milljónum en 28,2 milljónum árið 2021. Eignir félagsins eru metnar á 5,9 milljarða króna við lok síðasta árs en árið áður námu eignirnar 2,6 milljörðum króna.
Í ársreikningnum segir að félagið sé vel á veg komið með byggingu 162 íbúða fjölbýlishúsa að Sunnusmára í Kópavogi og að áætluð verklok séu í lok árs 2023.