Birna Einarsdóttir: Við drögum lærdóm af þessu

Birna Einarsdóttir hefur verið banka- stjóri Íslandsbanka í tæp 15 …
Birna Einarsdóttir hefur verið banka- stjóri Íslandsbanka í tæp 15 ár. Kristinn Magnússon

Það var mat stjórn­ar og stjórn­enda Íslands­banka að taka sátta­til­boði Fjár­mála­eft­ir­lits Seðlabank­ans og greiða sekt vegna ann­marka í störf­um bank­ans við fram­kvæmd á útboði í 22,5% eign­ar­hlut rík­is­ins í bank­an­um sem fram fór í mars í fyrra – í stað þess að sæta stjórn­valds­sekt sem að öll­um lík­ind­um yrði mun hærri og leggja af stað í ferli sem tæki í það minnsta 2-3 ár fyr­ir dóm­stól­um.

Þetta staðfest­ir Birna Ein­ars­dótt­ir, banka­stjóri Íslands­banka, í sam­tali við Morg­un­blaðið. Aðspurð seg­ir hún að vissu­lega hafi upp­hæð fyrr­nefnd­ar sekt­ar komið bank­an­um á óvart en nefn­ir að það sé í takti við þá þróun sem virðist sjást á er­lend­um fjár­mála­mörkuðum. Einnig þurfi að horfa til þess að sekt­in taki mið af sterku tekju­streymi Íslands­banka.

Rétt er að geta þess að ef yf­ir­völd, í þessu til­viki Fjár­mála­eft­ir­lit Seðlabank­ans, telja að um refsi­verða hátt­semi sé að ræða – til dæm­is þar sem ein­staka starfs­menn gætu þurft að sæta refs­ingu – er ekki lagt af stað í það sátta­ferli sem hér um ræðir.

Íslandsbanki hefur fallist á að greiða langhæstu sekt sem lögð …
Íslands­banki hef­ur fall­ist á að greiða lang­hæstu sekt sem lögð hef­ur verið á fjár­mála­fyr­ir­tæki hér á landi. Sam­sett mynd

Eins og greint var frá í gær­kvöldi er Íslands­banka gert að greiða tæp­lega 1,2 millj­arða króna í sekt. Hér er um að ræða lang­hæstu sekt sem lögð hef­ur verið á fjár­mála­fyr­ir­tæki á Íslandi. Hæsta sekt sem lögð hef­ur verið á fjár­mála­fyr­ir­tæki fram til þessa er tæp­lega 88 millj­óna króna sekt sem lögð var á Ari­on banka sum­arið 2020 á grund­velli þess að bank­inn hefði ekki birt upp­lýs­ing­ar um hópupp­sögn haustið 2019 í tæka tíð, þar sem upp­lýs­ing­arn­ar flokkuðust sem inn­herja­upp­lýs­ing­ar. Ari­on banki höfðaði í kjöl­farið mál gegn Fjár­mála­eft­ir­liti Seðlabank­ans til að fá sekt­inni hnekkt, en það var ekki fyrr en í nú í júní á þessu ári sem niðurstaða fékkst í málið þegar Lands­rétt­ur sýknaði Seðlabank­ann.

Hafa gert breyt­ing­ar á verklagi

Íslands­banki gengst við því að hafa ekki starfað að öllu leyti í sam­ræmi við eðli­lega og heil­brigða viðskipta­hætti og venj­ur í verðbréfaviðskipt­um vegna fram­kvæmd­ar á fyrr­nefndu útboði. Eins og mikið hef­ur verið fjallað um hef­ur bank­inn sætt gagn­rýni fyr­ir það hvernig sam­skipt­um við þátt­tak­end­ur í útboðinu var háttað auk þess sem kaup ein­stakra starfs­manna bank­ans voru gagn­rýnd.

„Við höf­um frá því að þetta átti sér stað gert breyt­ing­ar á verklagi bank­ans og dregið mik­inn lær­dóm af þessu máli,“ seg­ir Birna. Þar fell­ur und­ir verklag sem snýr að því hvernig upp­tök­um í síma er háttað sem og skil­grein­ingu á fag­fjár­fest­um, innri regl­um um kaup starfs­manna og fleira.

„Það er rétt að viður­kenna að við höfðum ekki fylgt nægi­lega vel eft­ir regl­um um upp­tök­ur í sím­um, sem sett­ar höfðu verið haustið 2021 og við átt­um að inn­leiða með öðrum hætti en við gerðum. Við höf­um nú inn­leitt þær regl­ur – og um leið verklag – með öðrum hætti og það sama á við um aðra þætti sem snúa að innri regl­um bank­ans. Við mun­um þó, í kjöl­far þess­ar­ar niður­stöðu, láta fara aft­ur yfir alla þessa þætti til að tryggja að þeir séu fram­kvæmd­ir með rétt­um hætti.“

Íslands­banki mun ekki taka þátt í frek­ara sölu­ferli

Ríkið á enn 42,5% hlut í Íslands­banka og fyr­ir ligg­ur vilji rík­is­stjórn­ar­inn­ar til að selja þann hlut, þó enn eigi eft­ir að ákveða hvenær það verður gert og með hvaða hætti. Ríkið seldi sem kunn­ugt er 35% hlut í opnu útboði sum­arið 2021 og sem fyrr seg­ir 22,5% hlut í lokuðu útboði í mars í fyrra. Í bæði skipt­in var Íslands­banki sjálf­ur meðal þátt­tak­enda í sölu­ferl­inu.

Aðspurð seg­ir Birna að Íslands­banki muni ekki taka þátt í frek­ari sölu á bank­an­um.

„Það var ljóst að tíma­frest­ur­inn til að standa að söl­unni í mars í fyrra var knapp­ur og það skýr­ir hluta af því sem fór úr­skeiðis í verklagi bank­ans,“ seg­ir Birna.

„Það segi ég þó ekki til að víkja mér und­an ábyrgð, held­ur til að benda á að það er einn af þeim lær­dóm­um sem draga má af þessu máli. Það þarf að vanda til verka og gæta þess að verklag sé í lagi þó svo að tíma­frest­ur­inn sé tæp­ur.“

Sem fyrr seg­ir hef­ur nokkuð verið fjallað um kaup starfs­manna í fyrr­nefndu útboði. Íslands­banki hef­ur fram til þessa haldið því fram að innri regl­um um viðskipti starfs­manna hafi verið fylgt eft­ir. Spurð um þetta seg­ir Birna að innri regl­ur bank­ans hafi verið hert­ar. Aft­ur á móti hafi bank­inn ekki gætt nægi­lega vel að því að fram­kvæma hags­muna­mat þegar kaup starfs­manna voru heim­iluð, meðal ann­ars með til­liti til orðsporsáhættu. Því verklagi hafi nú verið breytt.

Þá má geta þess að frá því að útboðið fór fram hafa orðið manna­breyt­ing­ar í ýms­um störf­um hjá bank­an­um. Aðspurð vill Birna ekki tjá sig um það hvort að þær breyt­ing­ar snúi beint að því sem miður fór í útboðinu.

Sekt­in van­met­in en af­komu­spá hækkuð

Ljóst er að Íslands­banki hef­ur stór­lega van­metið fjár­hæð sekt­ar­inn­ar. Í til­kynn­ingu frá bank­an­um í janú­ar sl. kom fram að bank­inn hefði hafið sátt­ar­ferli við Fjár­mála­eft­ir­lit Seðlabank­ans vegna máls­ins. Sam­hliða því gjald­færði bank­inn 300 millj­ón­ir króna vegna máls­ins og má leiða lík­ur að því að það hafi verið það sem bank­inn gerði ráð fyr­ir að þurfa að greiða í sekt að lok­um.

Sam­hliða til­kynn­ing­unni í gær sendi Íslands­banki frá sér af­komu­spá fyr­ir 2. árs­fjórðung þessa árs. Þar kom fram að áætlað er að af­koma Íslands­banka fyr­ir ann­an árs­fjórðung 2023 verði á bil­inu 5,8-6,5 millj­arðar króna eft­ir skatt, þegar til­lit hef­ur verið tekið til sátt­ar­inn­ar, sem jafn­gild­ir arðsemi eig­in fjár á bil­inu 10,7-12,1% á árs­grund­velli.

Þá upp­færði Íslands­banki af­komu­spá sína að því er varðar arðsemi eig­in fjár fyr­ir árið 2023. Upp­haf­leg spá gerði ráð fyr­ir 10-11% arðsemi á ár­inu, en nú er gert ráð fyr­ir að arðsem­in verði á bil­inu 10,7-11,7%.

Mun starfa áfram sem banka­stjóri

Það verður ekki hjá því kom­ist að spyrja Birnu hvort hún telji sig njóta trausts stjórn­ar Íslands­banka til að gegna starfi sínu áfram og hvort að rætt hafi verið um starfs­lok henn­ar í fyrr­nefndu sátt­ar­ferli.

„Ég nýt trausts inn­an stjórn­ar bank­ans og mun gegna starfi mínu áfram,“ seg­ir Birna.

„Ég hef á þeim 15 árum sem ég hef starfað sem banka­stjóri inn­leitt ákveðna verk­ferla inn­an bank­ans, meðal ann­ars þá sem snúa að áhættu­menn­ingu. Það er al­veg ljóst að í þessu til­greinda máli varð mis­brest­ur á starf­semi bank­ans, en um leið lít ég svo á – og stjórn­in er mér sam­mála – að með því að ljúka mál­inu með þess­um hætti sé Fjár­mála­eft­ir­lit Seðlabank­ans einnig að veita bank­an­um og stjórn­end­um hans ákveðið traust til að gera breyt­ing­ar á verk­ferl­um og koma mál­um þannig fyr­ir að slík­ir at­b­urðir end­ur­taki sig ekki. Ég og aðrir stjórn­end­ur bank­ans mun­um standa und­ir því.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK