Enginn lærdómur dreginn af hruninu

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- og viðskiptaráðherra.
Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- og viðskiptaráðherra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, undrast orð stjórnenda Íslandsbanka að lærdómar verði dregnir af misbrestum í sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka.

Í samtali við mbl.is segir hún: „Ég hélt að íslenskir bankamenn hefðu dregið lærdóm af stærsta gjaldþroti fjármálasögunnar árið 2008. Það eru vonbrigði að sjá að við erum að fást við mál af þessari stærðargráðu svo stuttu eftir eitt stærsta áfall lýðveldissögunnar.“

Reiðarslag fyrir íslenskan fjármálamarkað

Hún segir þetta reiðarslag fyrir íslenskan fjármálamarkað, þar sem eigi að ríkja gegnsæi og fyrirsjáanleiki. Lilja bætir við, „það hefði verið eðlilegt að tilkynningin til kauphallarinnar hefði komið á sama tíma og skýrsla fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands. Það hefði getað aukið gegnsæi og byggt upp traust að nýju. Þetta kom mér á óvart.“

Ráðherra getur ekki spáð um frekari aðkomu þingsins að málinu að svo stöddu. Hún hafi ekki séð skýrslu fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands. Hún telur þó niðurstöðu eftirlitsins vera mjög afgerandi í ljósi þeirrar gríðarháu sektar sem Íslandsbanki er tilbúinn að greiða til að ná sátt í málinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka