Kaldi tapaði 18 mkr. og Bjórböðin 26 mkr.

Gestir Bjórbaðanna skála í útipottunum.
Gestir Bjórbaðanna skála í útipottunum. Haraldur Jónasson/Hari

Bruggverksmiðjan Kaldi var rekin með átján milljóna króna tapi á síðasta ári. Það er talsverður umsnúningur frá árinu á undan þegar félagið var rekið með sextán milljóna króna hagnaði.

Eignir Kalda námu 507 milljónum króna í lok ársins og aukast þær um ríflega 110 milljónir króna á milli ára, eða 28%.

Eigið fé bruggverksmiðjunnar er 101 milljónir króna og lækkar um átta milljónir milli ára, sem skýrist af lækkun á óráðstöfuðu eigin fé um sömu upphæð.

Eiginfjárhlutfall félagsins er 20%.

Tekjur Kalda voru 423 milljónir árið 2022 og jukust um 4,5% milli ára.

Tekjur Bjórbaða drógust saman

Bjórböðin, sem Kaldi á 31% hlut í töpuðu 26 milljónum króna árið 2022 samanborið við 4,2 milljóna króna hagnað árið á undan.

Tekjur Bjórbaðanna drógust lítillega saman á milli ára. Þær voru tæpar 110 milljónir 2022 en 112 milljónir 2021.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK