Samkomulagið líklega ekki birt fyrr en eftir helgi

Íslandsbanki hefur fallist á að greiða langhæstu sekt sem lögð …
Íslandsbanki hefur fallist á að greiða langhæstu sekt sem lögð hef­ur verið á fjár­mála­fyr­ir­tæki hér á landi. Samsett mynd

Seðlabanki Íslands mun ekki tjá sig um sekt sem Íslandsbank­inn hef­ur fall­ist á að greiða í tengslum við sölu á 22,5% eignarhlutur ríkisins í bankanum fyrr en sátt milli fjármálaeftirlits Seðlabankans og Íslandsbanka hefur verið birt. Ekki liggur fyrir að sáttin verður birt, en það verður þó líklega ekki fyrr en eftir helgi.

Þetta staðfestir upplýsingafulltrúi Seðlabanka Íslands við mbl.is. Greint var frá því í gærkvöld að ­Íslandsbanki hafi fallist á að greiða tæpa 1,2 millj­arða króna í sekt í tengslum við sölu á eignarhlut ríkisins í bankanum. Um er að ræða lang­hæstu sekt sem lögð hef­ur verið á fjár­mála­fyr­ir­tæki hér á landi.

Í sáttinni fellst bankinn á mat fjármálaeftirlitsins að viðeigandi lagakröfum og innri reglum bankans um veitingu fjárfestingarþjónustu hafi ekki verið fylgt í öllum tilvikum við undirbúning og framkvæmd útboðsins. Ekki kemur þó nákvæmlega fram í hverju umrædd brot felist.

Líklega ekki birt fyrr en eftir helgi

„Þegar bankinn hefur afhent Seðlabanka undirritaða sátt verður hún birt, eins og venja er. Í sáttinni koma fram málsatvik og niðurstaða málsins og fram að birtingu sektarinnar getum við ekki tjáð okkur meira um þetta tiltekna mál,“ segir Sigurður G. Valgeirsson í samtali við mbl.is, en hann er upplýsingafulltrúi Seðlabankans.

Sigurður segist ekki eiga von á því að sáttin verði birt á vef Seðlabankans fyrr en eftir helgi. „Það er mögulegt að það verði ekki gert fyrr en á mánudaginn.“

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK