Ámælisverðar leiðbeiningar til viðskiptavina

Fjármálaeftirlit Íslandsbanka telur hvatningu starfsmanna Íslandsbanka til viðskiptavina um að skrá sig sem fagfjárfesta sérlega ámælisverða. Sömuleiðis undrast eftirlitið að mikilvæg gögn í málinu séu hvergi varðveitt. 

Fjármálaeftirlitið telur það sérlega ámælisvert af bankanum að hafa hvatt mögulega kaupendur til að skrá sig sem fagfjárfesta, til þess að geta tekið þátt í útboðinu. Fjármálaeftirlitið hafi tekið sérstaklega eftir því við úrvinnslu málsins óeðlilega tíðni þess að fólk hafi óskað eftir því að vera skráð sem fagfjárfestir. Með því afsalar viðskiptavinur sér jafnframt ákveðinni réttarvernd. Vitað er að starfsmenn Íslandsbanka höfðu samband við 21 viðskiptavini og hvöttu þá til að skrá sig sem fagfjárfesta. Þetta telur fjármáleftirlitið ámælisvert og starfsmenn bankans hafi horfið frá því að hafa ávallt hag viðskiptavinarins að leiðarljósi.

Villandi upplýsingar til viðskiptavina

Íslandsbanki sendi Bankasýslunni vísvitandi villandi upplýsingar um flokkun þátttakenda í útboðinu. Eins voru rangar og villandi upplýsingar sendar við viðskiptavina bankans. Gerðist bankinn þannig brotlegur við skyldur sínar um upplýsingagjöf til viðskiptavina.

Alls eru 162 símtöl tengd sölunni glötuð og óskráð og því seint vitað hvað þar fór fram. Þetta virðist vera viðvarandi vandamál í Íslandsbanka. Fjármáleftirlitið undrar sig á að bankinn hafi ekki gripið til allra tiltækra ráðstafanna að starfsmenn ættu aðeins í samskiptum við viðskiptamenn með þeim hætti að hægt væri að hljóðrita eða varðveita með öðrum hætti. Þannig brást Íslandsbanki þeim lagaskyldum sem hvíla á honum.

Hefðu átt að sýna fagmennsku og vandvirkni

Að síðustu segir fjármálaeftirlit Seðlabankans að Íslandsbanki hefði „átt að gæta sérstaklega að því að sýna fagmennsku og vandvirkni í vinnubrögðum vegna aðkomu að söluferlinu sem og gæta sérstaklega að stjórnarháttum og innra eftirliti því tengdu. Gera verður sérstaklega ríkar kröfur til undirbúnings og framkvæmdar að öllu leyti þegar um er að ræða útboð á hlutabréfum í banka í meirihlutaeigu ríkisins, sér í lagi þegar notuð er söluaðferð sem gerir ekki ráð fyrir að almenningur eigi kost á þátttöku.“

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka