„Engan veginn í lagi að menn hafi farið á svig við lög“

Lárus Blöndal
Lárus Blöndal

„Þetta er auðvitað eitthvað sem við áttum alls ekki von á. En það komu upp tilvik strax í upphafi þar sem menn fóru að efast um hvort að gengið hefði verið fast eftir þeim kröfum um hæfa fjárfesta sem gert var ráð fyrir í útboðinu. En það var ekki fyrr en núna fyrir helgi sem við fáum ávæning af því hversu umfangsmikið málið er,“ segir Lárus Blöndal, formaður Bankasýslu ríkisins. 

Ekki ásættanlegt fyrir bankann

Fram kom í skýrslu Fjármálaeftirlits Seðlabankans að Bankasýslan var blekkt í einhverjum tilvikum. Spurður hvort hann telji framkvæmd sölunnar til marks um að fjármálakerfið sé ekki komið lengra en þetta eftir bankahrunsárin þá segir Lárus í það minnsta ljóst að lög hafi verið brotin. 

„Það er engan veginn í lagi að menn hafi farið á svig við lög og ýmsar reglur. Það er ekki ásættanlegt fyrir bankann,“ segir Lárus. 

Munu óska eftir hluthafafundi

Bankasýslan mun óska eftir hluthafafundi þar sem stjórnendur bankans verði inntir eftir svörum. Spurður um stöðu bankastjóra þá segir hann bankasýsluna ekki taka afstöðu til þess. Stjórnar bankans sé að meta það. 

Fram kemur í sátt Íslandsbanka og Fjármálaeftirlitsins að upplýsingum hefði verið haldið frá bankasýslunni um rétta kaupendur bankans. 

Var þá engum ljóst að stjórnendur bankans væru á meðal kaupenda? 

„Það voru bara einstaklingar sem voru nafngreindir en engar upplýsingar voru ekki menn sem keyptu í nafni í félaga,“ segir Lárus. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK